Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 10:27
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Strætóbílstjóri á daginn og dragdrottning á kvöldin

Malín Brand Höf: Malín Brand
31/07/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
280 6
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Strætóbílstjóri á daginn og dragdrottning á kvöldin

Alveg síðan hann var pjakkur hefur hann verið með eindæmum áhugasamur um strætisvagna og rútur. Alveg gagntekinn! Wales-búinn Christian Cook framfleytir sér með því að koma fram sem dragdrottning á kvöldin en á daginn nýtur hann þess, loksins, að aka strætisvagni, skólabíl eða rútu.

Það, að verða stætóbílstjóri, var æskudraumur hins velska Christians Cook. Sem barn skreytti hann herbergið sitt með merkjum, tímaáætlunum og öðru sem tengdist strætisvögnum. En ökuréttindin öðlaðist hann ekki fyrr en hann var að verða þrítugur. Þá taldi hann nokkuð víst að æskudraumurinn yrði því miður aldrei að veruleika. Það væri of seint að gerast bílstjóri.

Úr þjónustugeiranum í draggið

Langst af starfaði Christian í þjónustu- og veitingageiranum. Hann kenndi áfanga í framreiðslu og veitingarekstri í Vale College. Þetta var líf hans og yndi þar til fyrir sjö árum. Þá fór hann að koma fram sem dragdrottning í Cardiff og vakti mikla lukku.

Mynd/Gina Grigio

Heimsfaraldurinn stöðvaði auðvitað allt slíkt skemmtanahald og Christian fór að kenna eitthvað í tengslum við rekstur og þjónustu í fjarkennslu, auk þess sem hann kom fram sem dragdrottning í myndböndum á vefnum. Dag einn rann upp fyrir honum ljós: Hann hafði ekkert unnið að því að láta bílstjóradrauminn rætast og nú væri komið að því.

Í dag er hann 35 ára gamall. Hann áttaði sig á því að lífið snýst ekki einungis um að ná endum saman heldur þarf maður að hafa gaman af hlutunum líka. „Ég verð að gera eitthvað sem veitir mér ánægju,“ sagði Christian í samtali við velska fréttavefinn Wales Online.

„Ég er svo lánsamur að vera í þeirri stöðu að skulda ekki neitt því ég hef lagt hart að mér í gegnum tíðina. Engin lán sem þarf að greiða af og þess vegna eygði ég tækifæri til að gera það sem mig virkilega langaði til.“

Skólabíll, ævintýraferðir og strætó

Christian greip því tækifærið og sótti um þegar stórt fyrirtæki auglýsti eftir bílstjórum. Hann stóðst öll prófin sem lögð voru fyrir hann og ekur hann áætlunarbílum og skólabílnum.

Þessi misserin ekur hann 80 krökkum í og úr skóla og finnst það alveg frábært!

Christian Cook. Mynd/ WalesOnline/Rob Browne

Hann er hvergi nærri hættur að koma fram í draggi og það gerir hann á kvöldin, þegar hann er búinn í „hinni“ vinnunni. „Ég elska draggið en bílstjórastarfið er það starf sem mig hefur alltaf dreymt um,“ segir hann. Christian kemur fram víða sem dragdrottningin Gina Grigio og má þar nefna Walsall, Manchester, Milford Haven og Warrington.

Spaugilega ólík störf

Í Cardiff er líf dragdrottningarinnar enginn dans á rósum dags daglega því samkeppnin er virkilega hörð. „Hér í Cardiff eru þrjár eða fjórar drottningar og slegist er um þær stöður sem bjóðast. Það tekur á að skapa sér nafn til að geta í framhaldinu komið fram reglulega,“ segir Christian.

Mynd/Gina Grigio

Hann lýsir störfunum tveimur sem sprenghlægilegum andstæðum. „Ég segi stundum við vini mína að ég hafi farið úr pallíettubúningi og söngi yfir í skegg og strætó,“ segir hann.

Það er þó þannig að Christian hefur gengið býsna vel að skipuleggja sig. Hann tekur sér tæpa tvo tíma í að undirbúa sig eftir dagvinnuna fyrir kvöldstarfið.

„Ég vil helst hafa mig til heima því kvöldstarfinu fylgir mikið dót og það er ekkert vit í að dröslast með það út um allt. “

„Inn í sturtuna fer skeggjaður bílstjóri og klukkustund og 45 mínútum síðar gengur dragdrottning í fullum skrúða út úr húsinu. Ég gef mér góðar 20 mínútur inni á baði til að raka mig og svoleiðis, klukkutíma í förðun og 25 mínútur til að klæða mig upp, setja upp eyrnalokkana og festa á mig hárkolluna,“ segir bílstjórinn Christian Cook og dragdrottningin Gina Grigio.

[Forsíðumynd/WalesOnline/Rob Browne/Gina Grigio]

Annað áhugavert og fjölbreytt úr mannhafinu:

Sigga á öskubílnum

Áhöfn Apollo 12 og Corvetturnar

Söngvari Metallica kemur á óvart!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

14. kynslóð Ford F-150 pallbílsins frumsýnd

Næsta grein

Á því herrans ári 1969

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Á því herrans ári 1969

Á því herrans ári 1969

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.