Föstudagur, 10. október, 2025 @ 3:03
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Stóra V-12 vél BMW að hætta í framleiðslu

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
26/01/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
276 8
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Stóra V-12 vél BMW að hætta í framleiðslu

BMW mun stöðva framleiðslu V-12 vélar sinnar í sumar – en þar með lýkur þriggja áratuga ferli.

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur verið þekktur fyrir að búa toppgerðir bíla sinna með öflugum V-12 vélum, sem bæði eru snarpar og hljóðlátar.

Sá sem þetta skrifar var eitt sinn staddur í Munchen á ráðstefnu dagblaðaútgefenda. Samtímis var Oktoberfest að klárast í bænum, kallinn sjálfur varð fimmtugur, og síðast en ekki síst var BMW að frumsýna nýja 7-línu.

Það hafði svo talast til milli mín og söluaðila BMW hér á Íslandi að mín myndi bíða „gott eintak“ af þessum BMW 7-bíl til reynsluaksturs þegar ég kæmi til Munchen, og það stóð heima: Þegar ég bankaði upp á í aðalstöðvum BMW daginn eftir fimmtugsafmælið þá beið mín þessi líka fína „sjöa“ – sjálfskipt með 5.4 lítra M73B54 V12-vél – 322 hestöfl.

Bílnum voru gerð ágæt skil á nokkrum dögum á þessu hausti 1994, en eftirminnilegust er ökuferð að kvöldi til suður frá Munchen til Rosenheim, tæplega 70 km leið eftir hraðbraut, og á þeirri leið var kafli sem hægt var að spretta úr spori.

Og það var svo sannarlega gert; bæði hraðamælir og snúningshraðamælir fóru á stærri og stærri tölu, og loks þegar var slegið af á þessu „flugtaksbruni“ var hraðinn kominn í 195 km/klst – en það fannst ekki meira fyrir honum en svo að maður væri á 90 km á Keflavíkurveginum!

En núna kveður V-12 vélin

Í aðgerð sem engum ætti að koma á óvart á upphafsöld raforku, er BMW að sleppa eyðslusamri V-12 vél sinni.

Tímamótaviðburðurinn gefur til kynna snúning lúxusmerkisins yfir á hreinna – og ákveðið hljóðlátara – tímabil. BMW sagði í síðustu viku að það muni hætta framleiðslu V-12 í sumar og binda enda á rúmlega þriggja áratuga notkun á þessari vél.

Þýski bílaframleiðandinn kynnti V-12 árið 1987. 5,0 lítra M70 vél með náttúrulegu loftflæði og með einfaldan yfirliggjandi knastás, tvo ventla á hverjum strokki og rafræna inngjöf.

Þessi kraftmikla V-12 vél hefur verið á toppi vélaframboðs BMW, í áliti, sléttleika og fágun.

Síðasta V12 serían er byggð á M760i xDrive, hér að ofan.

En eftirspurn eftir bensínhákunum hefur dregist saman þar sem neytendur leita eftir kostnaðar- og orkusparandi vélbúnaði. Ríkisstjórnir frá Kanada til Kína hvetja bílaframleiðendur til að koma fram með grænni bílaflota með strangari reglum um losun.

Bílaiðnaðurinn er að bregðast við með því að koma fram með losunarlausar aflrásir.

Í þeim heimi eiga kostir V-12 við fágun og glæsileg afköst ekki lengur við, sagði Ed Kim, forseti AutoPacific.

„Þegar BMW og framleiðendur annarra gæðamerkja leggja áherslu á rafbílaframleiðslu þá gildir það líka um verkfræði- og fjármálahlið framleiðslunnar,“ sagði Kim. „V-12 vélin á sér bæði ríka sögu og arfleifð, en nýjustu aflrásirnar í bestu rafbílunum gera þetta allt að minjagrip úr fyrndinni.“

Hraður vöxtur rafbíla framundan

Búist er við að markaðshlutdeild rafbíla í Bandaríkjunum hækki úr um 2,5 prósentum í dag í 26 prósent árið 2030, samkvæmt spá Guidehouse Insights. Bílaframleiðendur hyggjast koma með meira en 60 nýjar rafhlöðurafknúnar gerðir til Norður-Ameríku fyrir árið 2025.

En þó að sum lúxusvörumerki hafi skuldbundið sig til að verða rafknúin í byrjun næsta áratugar, þá tekur BMW vægari afstöðu.

Um miðjan áratuginn gerir BMW ráð fyrir að afhenda 2 milljónir rafbíla, sem er að minnsta kosti 25 prósent af heildarsölu. Sú tala hækkar í 10 milljónir rafbíla árið 2030, eða að minnsta kosti helmingur af sölu á heimsvísu.

En jafnvel þegar BMW hættir með V-12 mun bílaframleiðandinn bjóða upp á „The Final V12“, takmarkaða röð 12 bíla fyrir viðskiptavini í Bandaríkjunum.

Bílarnir, byggðir á BMW M760i xDrive, eru knúnir af tveggja túrbó 6,6 lítra V-12 vél sem skilar 601 hestafli og 0 til 60 mílna hraða upp á 3,6 sekúndur.

Þeir verða með „V12“ merki, 20 tommu álfelgum með tvöföldum örmum, og annan búnað og tæki til að gera bílana áberandi.

Afhending er áætluð í júlí. Verð byrjar í 200.995 dollurum (liðlega 26 milljónir króna) í Bandaríkjunum, að meðtöldum 995 dollara flutningskostnaði.

(frétt á Automotive News Europe)

Fyrri grein

Renault 4 og Renault 5 sigursælir á Festival Automobile International

Næsta grein

Fyrsti Range Rover bíllinn sem framleiddur var með tveggja metra reglunni

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
Fyrsti Range Rover bíllinn sem framleiddur var með tveggja metra reglunni

Fyrsti Range Rover bíllinn sem framleiddur var með tveggja metra reglunni

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.