Stöðugt vaxandi markaðshlutdeild
Stöðugt vaxandi markaðshlutdeild minni jeppa og sportjeppa í Evrópu laðar nýja keppinauta frá Ford, Toyota, Jeep og Skoda

Sala á jeppum og minni sportjeppum hefur vaxið hratt hér á landi, og er sívaxandi hluti seldra nýrra bíla. En þetta á sér ekki aðeins stað hér á landi, því eftirfarandi hugleiðingar mátti lesa á vef Automotive News Europe á dögunum um þróunina í Evrópu:
Markaðshlutdeild minni jeppa og sportjeppa í Evrópu er að vaxa svo hratt að helstu aðilar eins og Ford, Jeep og Opel eru að tvöfalda sitt framboð. Á síðasta ári var sá hluti markaðarins – þar sem Renault Capturer enn í efsta sæti – með meiri vöxtur en allir aðrir að frátöldum rafmagnsbílum, með 37 prósenta hækkun upp í 1,83 milljónir seldar bíla.
Aukningin sem var meðal annars í nýjum gerðum, svo sem Volkswagen T-Roc, Citroen C3 Aircross og Seat Arona, var þannig að þessir minni jeppar komu nálægt því að fara fram úr sölu á millistórum jeppum, sem nam 1,88 milljónum seldar bíla, samkvæmt tölum frá markaðsgreiningarfyrirtækinu JATO Dynamics.
Aukningin í vinsældum minni jeppa er slík að þau nái að fara upp fyrir vinsælasta flokkinn á árinu 2020, eða svo spá markaðsfræðingar hjá LMC Automotive.
Sala mun aukast í 1,99 milljónir á þessu ári og 2,16 milljónir árið 2020, rétt umfram millistóru jeppana, spáir LMC. Þessi samanburður notar flokkun Automotive News Europe – sem setur VW T-Roc í flokk lítilla jeppa frekar en þá millistóru, svo dæmi sé tekið. Á árinu 2021, munu millistóru jepparnir aftur ná fyrsta sætinu, en ekki meira en rétt svo gangi spár eftir.
Puma frá Ford
Vöxturinn hefur vakið Ford til að þróa aðra gerð, sem kallast Puma, sem verður markaðssett í lok ársins. Puma verður smíðaður samhliða EcoSport sportjeppanum í verksmiðju Ford í Craiova í Rúmeníu.
„Jepparnir verða svo ríkjandi að það er skynsamlegt að inn fleiri nýja til leiks“, sagði Roelant de Waard, sölu- og markaðsstjóri Ford í Evrópu, við Automotive News Europe í nýlegri kynningu á nýja Kuga sportjeppanum. „Þú sérð aðra sem þegar eru að fara sömu leið, til dæmis VW með T-Roc og T-Cross.“
Puma kemur með margt af því sem hjálpaði til að gera Fiesta frá Ford að mest selda smábílnum í Evrópu og er gert ráð fyrir það muni hjálpa til við að bæta upp nokkuð af tapaðri sölu í smábílaflokknum.
Puma, sem er um 4200 mm á lengd, brúar bilið á hins minni EcoSport, sem er 4017mm og Kuga sem er 4613mm. „Þetta er góður staður þarna á milli“, sagði de Waard. „Hann er er greinilega stærra en EcoSport. Hann er meiri „crossover“ en jeppi, er öflugur, svo hann mun höfða til annarra viðskiptavina“. Verðið á Evrópumarkaði verður nær því sem millistór „hatchback“ kostar að mati de Waard. Ford hefur sagt að þeir vilji að minni jeppar og sportjeppar muni verða um helmingur af sölu fólksbíla, en hlutdeild jeppanna jókst um 27 prósent á síðasta ári.

?
Einnig Jeep
Annar aðili sem er með áætlanir á prjónunum um tvöföldun í sölu er Jeep, sem hefur lofað að kynna annan nýjan lítinn jeppa fyrir árið 2022. Þessi nýi jeppa mun verða minni en Renegade, sem var í 11. sæti sölu á litlum jeppum í Evrópu.
Og líka Opel
Opel hefur sýnt fram á að vera með tvær gerðir í þessum flokki virkar. Á síðasta ári var Opel farsælasta vörumerkið í þessum flokki með sameinaða sölu á Mokka X sem var í fimmta sæti og Crossland X sem var í áttunda sæti. Opel mun skipta Mokka út árið 2020 með nýrri gerð sem þeir segja að muni verða með útlit sem setja muni þennan nýja bíla á sér stall á milli Mokka X og Crossland X sem er minni.
Nýtt frá Skoda og Toyota
Ekki eru allir komnir í slaginn ennþá. Skoda mun kynna Kamiq til leiks í haust eftir hlé sem varð þegar þeir hættu með Yeti. Á sama tíma er gert ráð fyrir að Toyota bæti við litlum jeppa frá verksmiðju sinni í Valenciennes í Frakklandi, annaðhvort á þessu ári eða snemma á því næsta sem kæmi við hliðina á C-HR á markaðnum.
Líka breyting á toppnum
Það verður breyting líka á toppnum. Reiknað er með að Renault muni frumsýna nýja útgáfu af söluhæsta bílnum í þessum flokki í Evrópu, Captur, snemma á næsta ári, en keppinauturinn Peugeot er að undirbúa að skipta út Peugeot 2008, sem hefur átt velgengni að fagna, en missti annað sætið naumlega í flokknum á síðasta ári yfir til hins nýja Dacia Duster.
Nýr Nissan Juke
Einnig gert ráð fyrir frumsýningu snemma á næsta ári á Nissan Juke, sem beðið hefur verið eftir, sem á síðasta ári lækkaði í 13. sæti í flokknum með sölu á 67.647 bíla, niður 29 prósent. Nissan hefur viðurkennt að það væri seint að skipta um þennan bíl sem var einu sinni leiðandi í þessum flokki bíla, sem leiddi söluna árið 2013.
Það er augljóslega kominn tími fyrir nýjan. Þetta er mjög mikilvægt ökutæki fyrir okkur“, sagði Ken Ramirez, sölu- og markaðsstjóri Nissan í Evrópu. Hann sagði að nýr Juke yrði frumsýndur á þessu ári. Juke gæti einnig fengið e-Power hybrid drifrásina sem Nissan hefur sagt mun koma í ótilgreindum evrópskum gerðum.

Rafdrifin framtíð
Rafmagnstækni í þessum flokki eykst hratt því nær sem evrópski bílaiðnaðurinn þarf að takast á við strangari CO2-markmið sem fara í gang árið 2020. Þótt bílaframleiðendu þyki erfitt að réttlæta kostnaðinn við að beita losunartækni og auka notkun rafmótora í hefðbundnum litlum bílum, þá má samt reikna með að rafmagnið er komið á fulla ferð í þessum geira.
Á síðasta ári voru aðeins 0,2 prósent af sölu á litlum jeppum með rafmagni (Hyundai Kona EV), án tengitvinnbíla, en gert er ráð fyrir að þær tölur breytist.
PSA Group er leiðandi í breytingunni í rafmagn. Opel-hluti PSA hefur sagt að þeir muni koma með fulla rafmagnsútgáfu af nýjum Mokka X árið 2020, en Peugeot hefur tilkynnt að það muni gera rafmagnsútgáfu af 2008 sem komi í sölu í byrjun næsta árs. Citroen vinnur einnig að rafmagnsútgáfu C3 Aircross. Á síðasta ári var hlutdeild minni jeppa og jepplinga 69 prósent bensín og 29 prósent dísil, að því er tölur frá JATO sýna.
(byggt á Automotive News Europe)
?