Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 9:01
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Skemmtilegir rafbílar

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
12/09/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
278 9
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Skemmtilegir rafbílar

Stundum sjáum við á veraldarvefnum skemmtilegar fréttir um sniðuga rafbíla.

Í dag er það Jon Winding-Sørensen hjá bílavefnum BilNorge sem segir okkur frá nokkrum slíkum:

Það má segja að þetta sé „buggy-útgáfan“ af minnstu Smart-bílunum. Búið var að fjarlægja nánast allt, líka yfirbygginguna. Það sem eftir stóð má í raun segja að hafi verið frekar hjákátlegt.

SMART Crossblade

Skrýtið að það hafi tekið rúm 20 ár þar til einhver áttaði sig á að Smart Crossblade gæti verið hugmynd sem ætti að fylgja eftir. Evetta hefur loksins gert það.

Spólum hratt áfram til ársins 2022. Til að eitthvað svipað sé nógu sannfærandi í dag þarf það að vera knúið af rafhlöðum og það eina sem hönnuðir allra þeirra sem smíða litla rafbíla reyna að forðast er að þeir líti út eins og sérhannaðir bílar fyrir hreyfihamlaða eða golfbílar.

En svo kemur Evetta fram með nokkrar útgáfur. Meðal annars einn sem lítur út eins og egg sem búið er að brjóta aðeins ofan af.

Evetta er fjölhæfur – allt frá „eggi“ í „pallbíl“

Evetta kemur frá þýskum framleiðanda og hefur augljóslega verið byggður á Microlino. Microlino var, þegar allt kemur til alls, endurvakin útgáfa Isetta-bílsins og hefur farið í gegnum ýmsar undarlegar æfingar á árunum sem eru liðin frá frumsýningu hans.

Microlino – kom fyrst fram á sjónarsviðið á sýningunni í Genf árið 2016

„Ég veit bara að það er egg, alveg eins og Isetta/Microlino og að það opnast að framan“ segir Jon Winding-Sørensen. „Svo veit ég líka að eitt af því fyrsta sem Evetta gerði var að smíða útfærslum, nefnilega opna tveggja sæta bíla með lága framrúðu.

Ég veit líka, af því að ég hef skoðað heimasíðuna, að hann er með 18 kWt rafhlöðu og ætti að duga í 200 kílómetra. 90 km/klst er mögulegur hámarkshraði. Þessi frumútgáfa á Evetta verður smíðuð í 999 eintökum og kostar sitt eða um 33.333 evrur.“

Frumgerðin frá Microlino, ef rétt er að kalla upprunalega Isetta frumgerð, mun kosta 12.500 evrur, en með minni rafhlöðu.

Fleiri lausnir frá Evetta

Evetta er einnig með sveigjanlega og fjölþætta lausn fyrir þá sem eru að leita að pallbíl, minibus eða mini húsbíl:

Frá eBussy til Xbus

BilNorge birti nefnilega fyrir nokkru frétt um nýjan, snjallan þýskan rafbíl, 600 kílómetra drægni plús 200 kílómetrar í viðbót þegar vel viðrar!

Kynningin hljómaði spennandi: þetta var bíll þar sem hægt var að skipta um yfirbyggingu. – Frá pallbíl til húsbíls til sendibíls til…, sagði í fréttinni, sem gæti boðið upp á um 10 mismunandi yfirbyggingar fyrir tvo mismunandi undirvagna.

Það er því mjög sveigjanlegur atvinnubíll þar sem annar undirvagn hefur aðeins betri torfærueiginleika en hinn.

En fyrir utan hæðina eru báðir með sömu forskriftir, þar á meðal 3,75 kW mótor fyrir hvert hjól, eiginþyngd á milli 800 og 1100 kg með hámarksþyngd 1600 kg, lengd og breidd 395 x 163 og hjólhaf 220 cm.

Og rafhlöðurnar voru sagðar eins: Það eru þrír valkostir, 10, 20 og 30 kWt.

Rafhlöðupökkunum er komið fyrir í útdraganlegum skúffum undir gólfi – þannig að í raun er líka hægt að skipta um rafhlöðupakka. En það er byggt fyrir venjuleg hleðslukerfi.

Með 11 kW Type 2 hleðslutæki færðu allt að 80% hleðslu á tæpri klukkustund.

(byggt á fréttum á vefnum BilNorge og fleiri vefsíðum)

Þessu tengt: 

Hlægilegur, ljótur eða bara sniðugur?

Paddan helmingi ódýarari en Tesla Model 3

Hrikalega ljótur eða fáranlega flottur?

Eins og eldhúsborð: Stækkanlegt farartæki

Fyrri grein

Á blússandi ferð á rafbíl 1899

Næsta grein

Ný Volvo-nöfn

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Detroit 2022: Færri frumsýningar, meiri upplifun

Detroit 2022: Færri frumsýningar, meiri upplifun

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.