Sjö bílar sem eru komnir í úrslit í “Bíl ársins 2020 í Evrópu”
Í dag var tilkynnt um hvaða sjö bílar eru tilnefndir til verðlaunanna „Bíll ársins 2020 í Evrópu, valdir úr 30 bílum sem komu til greina að þessu sinni.
Bílar sem taka þátt í valinu verða í meginatriðum að vera nýjar gerðir og fást í að minnsta kosti fimm Evrópulöndum þegar kosið er. Um það bil 60 dómarar, fulltrúar 23 Evrópuríkja, velja lista fyrir undanúrslit með einfaldri atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðsla í 2. áfanga fer fram á nýju ári en sigurbíllinn verður tilkynntur á bílasýningunni í Genf í mars 2020.
Hér er listinn yfir þá sjö bíla sem eru í úrslitum:
BMW 1-lína

Ford Puma

Peugeot 208

Porsche Taycan

Renault Clio

Tesla Model 3

Toyota Corolla
