Sjáðu BMW iX í elgsprófinu

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Það er algjör skellur fyrir bílaframleiðanda ef bíll úr framleiðslu hans tekur einhvern dans í sjálfu elgsprófinu. Hér er spánnýtt myndband og það meira að segja frá Spáni, af BMW iX xDrive40 í prófinu.

Ætlar undirrituð að hafa sem fæst orð um prófið sjálft því um það hefur Jón Helgi Þórisson skrifað greinar um „elginn“ sem lesa má hér eða hérna. Svo er um að gera að horfa á iX gangast undir þetta „bíldómspróf“ ef svo mætti að orði komast um þetta krefjandi próf.

Niðurstöðurnar eru útlistaðar ítarlega á síðu prófandans hér og ef tungumálið flækist fyrir lesendum þá ætti að vera hægt að hægrismella til að snara þessu af spænsku yfir á ensku.

Svipaðar greinar