Sérsniðnir Toyota RAV4 PHEV Á 2023 Tokyo Auto Salon
Toyota RAV4 PHEV sérsniðinn í þremur gerðum fyrir Tokyo Auto Salon 2023
Það eru harðgerðar, mildar og stílhreinar útfærslur á tengiblendingnum RAV4
Tokyo Auto Salon opnar dyr sínar fyrir gestum í lok næstu viku og þessa dagana eru að byrja að „leka út“ fréttir um það sem verður í vændum þarna í landi hinnar rísandi sólar.
Breyttir RAV4
Toyota Industries Corporation er eining innan Toyota Group sem einbeitir sér að smíði textílvéla, lyftara og bílavarahluta, en þessi deild er að koma með þrjár sérsniðnar gerðir tengi-blendinga RAV4 ál Tokyo Auto Salon 2023, sem opnar í lok næstu viku. Fyrirtækið var að kynna þessar breyttu gerðir áður en sýningin hefst 13. janúar.

RAV4 PHEV með Offroad pakkanum er forvitnilegasti meðlimurinn í þessu tríói. Toyota Industries Corporation hefur útbúið þennan bíl með Yakima þakgrind og bensínbrúsa festan á hliðina nálægt afturendanum.
Yfirbyggingin er að mestu dökkgrá en það eru svartar áherslur á húddinu og framendanum.
Sílsarnir fá þykkt útlit. Breytt yfirbygging er með innbyggðum, rétthyrndum þokuljósum.
Crossoverinn er á á svörtum felgum með rauðum aurhlífum að aftan.

Ævintýraútgáfan hefur mun mildara yfirbragð en „Offroad“-pakkinn. Toyota Industries Corporation gefur honum breyttan framenda og sett af svörtum felgum.
Yfirbyggingin virðist þykkari en RAV4 tengitvinnbíllinn er með frá verksmiðjunni í Japan.

Að lokum hefur Sportpakkinn annað útlit sem miðar að því að líta vel út á vegi, fínlegri línur og ekki neinn groddi eins og í Offroad gerðinni.
Útgáfan frá Toyota Industries Corporation er með framenda með trapisulaga miðjuopi og þröngum inntökum til hliðar.
Hliðarsílsar eru samlitir og felgurnar eru svartar.
(vefur Motor1 – Heimild: Toyota)