Seldi húsið og býr nú í þessum

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

„Það besta við þetta heimili er hið síbreytilega útsýni,“ segir fyrrum skrifstofublókin Matt Payne sem sagði bless við skrifstofuna fyrir fullt og allt og keypti geggjaðan hertrukk. Hann hefur ferðast um Mongólíu, Gobi eyðimörkina  og skoðað heiminn frá heimilinu: DAF T244.

Ekki amalegt útsýnið hérna!
Meðfylgjandi myndir: YouTube

Árið 2016 hætti Matt að vera skrifstofublók og hefur verið ævintýramaður síðan þá. Hann seldi húsið sitt og breytti tæplega 11 tonna Leyland DAF T244 í torfæruhúsbíl og lífið er gott, að sögn Matts.

Með 5.9L Cummins vél, 6 gíra kassa, 145 hestöfl, 335 lítra af vatni og þessi líka fínu sæti úr Audi TT fer bíllinn vel með Matt og virðist komast á afskekktustu staði.

Virðist notalegt og heimilislegt – enda heimili þótt á hjólum sé.

„Ég smíðaði bílinn til að ferðast um heiminn, fara á fáfarna staði og gegnum eyðimerkur. Bíllinn er með nóg eldsneyti og í honum eru nægar vistir til að komast af býsna lengi utan alfaraleiðar,“ segir Matt en hér fyrir neðan er fínasta myndband þar sem hann segir meira frá lífinu á flakki.

Tengdar greinar: 

Óhefðbundnir ferða- og húsbílar

Húsbíll með bílskúr og auðvitað bíl

28 fermetra hjólhýsi: Lítið en líka stórt

Þyrluflugmennirnir ferðast með þyrluna í eftirdragi

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar