Rolls-Royce Dawn Silver Bullet er innblásinn af árunum eftir 1920
Rolls-Royce Dawn Silver Bullet verður aðeins smíðaður í nokkrum eintökum, og ekkert hefur verið gefið upp enn þá um verðið. Ljósmyndir Rolls-Royce
Rolls-Royce er að vísa til þriðja áratugar síðustu aldar með nýjum bíl í mjög takmörkuðu upplagi: Dawn Silver Bullet Collection. Samkvæmt Rolls-Royce er þessi tveggja sæta blæjubíll byggður á „innblæstri frá þrautreyndum „roadsters“ á tuttugasta áratugnum.“
Rolls-Royce Dawn Silver Bullet „grípur hin áhyggjulausu viðhorf þessara löngu horfnu daga í djarfri samtímatjáningu sem er hönnuð fyrir þá sem leita að einhverju sérstöku og ánægju í dag.“ Hápunktur Dawn Silver Bullet er „Aero Cowling“, sem Rolls-Royce segir „gerir útlitið persónulegra og eykur tilfinningu fyrir hraða og tilgangi.“
Að utan er hann með dökkum útlistseinkennum með dökkum framljósum og nýrri dökkri áferð á framstuðaranum. Í innanrými ber mest á mælaborði úr dökkum koltrefjum og vatteruðu teppi á miðjustokki, sem er innblásið af leðurjakka
Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...