Raptor vs Ram í „rosa djúpum“ snjó

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Hér er fyndin tilraun hjá þeim á TFLoffroad þar sem Ford F-150 Raptor og Dodge Ram TRX fara í það sem þáttarstjórnendur kalla „rosa djúpan“ snjó. Þetta er í raun ekki tilraun, heldur keppni: Hvor bíllinn kemst í gegnum fannfergið!

Í undirritaðri er rammíslenskur „við-kunnum-að-aka-í-snjó“ hroki og það er ekki fallegt. Auðvitað kunna margir aðrir að aka í snjó. Þessir tveir þurfa bara að æfa sig svolítið. Önnur gerð hroka er sennilega líka manni og felst í því að finnast „djúpi“ snjórinn þeirra bara asnalega lítill.

En hver fer út á stuttbuxum og bol þegar það kemur steikjandi 15°C hiti? Jamm, best að segja ekki meira…

Flottir bílar og gaman að þessu. Hér er myndbandið:

Fleira tengt veðri (af því við höfum svo gaman af veðri, ekki satt?):

Þá snjóaði í „helvíti“: Ófært í Istanbúl

Þá sjaldan það snjóar á þessum slóðum

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar