Nýtt innstigsmódel með tveimur stærðum rafhlaðna og drægni allt að 463 km skv. WLTP staðlinum
Porsche breikkar úrval rafsportbíla sinna með Taycan 4S
Stuttgart. Hinn nýji rafsportbíll Porsche var frumsýndur í september síðastliðnum í þremur heimsálfum samtímis við mikla athygli. Núna er þriðja týpa bílsins svo kynnt til leiks – Taycan 4S. Hann er fáanlegur með tveimur stærðum rafhlaðna og skilar með “Performance” rahlöðunni allt að 530 hestöflum og með “Performance Plus” rafhlöðunni heilu 571 hestafli. Taycan 4S er þ.a.l. nýtt innstigsmódel í módelseríun-ni og fetar í djúp fótspor Taycan Turbo og Taycan Turbo S. “Performance” rahlaðan skilar 79.2 kWh og kemur sem staðalbúnaður. Einnig verður “Performance Plus” rafhlaðan fáanleg sem aukabúnaður og mun skila 93.4 kWh.

Kraftur og drægni mun því taka mið af ýmsum áhrifavöldum: með “Performance” rafhlöðunni mun Taycan 4S geta skilað allt að 530 hestöflum (390 kw) meðan “Per-formance Plus” rafhlaðan kemur til með að skila heilu 571 hestafli (420 kw). Í báðum tilvikum er hröðun bílsins frá 0 til 100 kílómetra hraða sléttar 4.0 sekúndur og hámarkshraði 250 kílómetrar á klukkustund. Drægni bílsins með “Performance” rafhlöðunni telst svo vera 407 kílómetrar og heilir 463 kílómetrar með “Performance Plus” rafhlöðunni, í báðum tilvikum í samræmi við hinn nýja WLTP staðal.
Frábær akstursbíll og hreinar línur
Líkt og Taycan Turbo og Taycan Turbo S hefur Taycan 4S sitthvorn rafmótorinn, einn að framanverðu og hinn að aftanverðu sem gerir bílinn vissulega fjórhjóladrifinn, sem og tveggja gíra gírkassa tengdan við aftari mótorinn sem hjálpar til bæði við stórkostlega hröðun bílanna í Taycan fjölskyldunni sem og gerir þá spar-neytnari á langkeyrslu. Aðrir áhrifavaldar þar að lútandi er mjög lítil loftmótstaða bí-lsins, eða einungis 0.22 cd og frábær tækni í tengslum við hleðslu á langkeyrslu. Hreinar línur í hönnun ytra byrðis Porsche Taycan hafa einnig klára skírskotun til hönnunar Porsche í gegnum tíðina sem einstök hönnun innanrýmis bílsins ber einnig merki.

Hrein hönnun ytra byrðis – sannur Porsche
Hreinar, klassískar línur Taycan eru boðberi nýrra tíma. Samtímis er klassískri hön-nun Porsche í gegnum tíðina viðhaldið, sannur Porsche. Að framanverðu virkar hann breiður og kröftugur meðan hliðarsvipurinn ber sportlega eiginleika bílsins með sér með hallandi þaklínu – klár skírskotun í klassíska hönnun Porsche 911.
Meðal atriða sem skilja Taycan 4S frá Taycan Turbo og Turbo S eru sem dæmi 19 tommu Taycan S Aero felgurnar, sérhannaðar til að kljúfa vindinn á sem bestan hátt og rauðmálaðar bremsudælur. Öðruvísi formaður framendinn, sílsarnir og vindkljúfur að aftanverðu í svörtu skilja hann einnig frá öðrum fjölskyldumeðlimum. LED aðall-jós með Porsche Dynamic Light System Plus (PDLS Plus) er einnig staðalbúnaður.

Einstök hönnun innanrýmis
Stjórnklefi bílsins er einnig boðberi nýrra tíma með sínum hreinu línum og nýrri hönnun. Frístandandi mælaborðið virkar auk þess sem hæðsti punktur stjórnklefans með bílstjórann í fyrirrúmi. Miðjusettur 10.9 tommu skjárinn sem og fáanlegur farþegaskjár skapa svo flæðandi ásýnd stjórnklefans.
Með tilkomu Taycan, býður Porsche, í fyrsta skipti, upp á innréttingar án leðurs, sem aukabúnað. Innréttingar byggðar á byltingarkenndum, endurunnum efnum ýta enn undir endurnýtanleika og umhverfisvænt fótspor hins rafmagnaða sportbíls.







