Peugeot mun kynna 408 coupe-crossover í lok júní
PARIS – Peugeot mun auka framboð sitt í flokki minni bíla með kynningu á 408, crossover í Coupe-stíl sem verður sýndur í lok júní.
Þessi nýi 408 var kynntur til leiks á þriðjudaginn með mynd af grilli bílsins. Hann myndi sameinast 308 hlaðbaki og stationbíl og 3008 sportjepplingi í Peugeot línunni. Stellantis vörumerkið gaf ekki upp á frekari upplýsingar.
„Hann sameinar einkenni sportjeppa með kraftmiklum prófíl „fastback“,“ sagði Peugeot í fréttatilkynningu og bætti við að þetta væri „alþjóðlegt“ módel. Peugeot notar nú 408 nafnið á litlum fólksbíl.

Coupe-crossover útlitið nýtur vinsælda meðal merkja á fjöldamarkaði eftir að hafa verið kynntur í Evrópu á stærri úrvalsbílum eins og BMW X6 og Mercedes-Benz GLE.
Núverandi almennar gerðir eru Renault Arkana, Volkswagen ID5 EV og Toyota CH-R, sem eru flokkaðar sem sportjeppar eða crossover.
Hönnuðir og skipuleggjendur vöruframboðs segja að stíllinn henti sérlega vel fyrir rafbíla, því hann sé loftaflfræðilegri en hefðbundnir jeppar, sem geti hjálpað til við að bæta drægni.

Þó að þessar gerir séu ekki flokkaðar sem jeppar eða crossovers, hafa nokkrar gerðir bíltegunda í litlum stærðum tekið upp svipaðar útfærslur, með hærri sætum og hjólbogum í jeppastíl. Meðal þeirra eru Citroen C4, DS 4 og Renault Megane E-Tech Electric.
408 verður líklega byggður á nýjustu útgáfunni af EMP2 grunninum, sem gerir ráð fyrir bensíni, dísel, tengitvinnbíl og fullrafdrifinni aflrás frá og með 2023. Aðrar gerðir Peugeot á þessum grunni eru 308 og 3008.
Sérstaklega hafa CH-R og Arkana verið vel heppnaðar frá því að þær komu á markað. CH-R hefur reglulega selt meira en 100.000 eintök síðan hann kom á markað árið 2017, og Arkanan sem kemur frá Suður-Kóreu seldist í fleiri eintökum á þessu ári en Kadjar-jeppinn, sem hefur hefðbundnara útlit.
Fram í apríl hafði Toyota selt meira en 39.000 C-HR og Renault meira en 25.000 Arkana, samkvæmt tölum frá Dataforce.
(frétt á vef Automotive News Europe)



