Öskubíllinn, Jón Oddur, Jón Bjarni og Soffía

141
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Öskubíllinn, Jón Oddur, Jón Bjarni og Soffía

Öskubílar hafa löngum þótt áhugaverðir og eftir upprifjun á gamalli frétt um mann sem tók öskubíl traustataki á nýársnótt fyrir nokkrum áratugum er ekki laust við að öskubílar hafi nokkrum sinnum komið upp í hugann. Þá mundi ég eftir agalegu atriði!

Það rifjaðist nefnilega upp fyrir mér viðtal sem ég tók við rithöfundinn magnaða, Guðrúnu Helgadóttur. Blessuð sé minning hennar. Viðtalið birtist í Morgunblaðinu 2014 og  ræddum við meðal annars um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna. Leyfi ég mér að grípa niður í áðurnefnt viðtal:

„Vin­sæld­ir þess­ara uppá­tækja­sömu tví­bura urðu slík­ar að Guðrún varð að skrifa meira um þá. „Þess­ar sög­ur náðu þjóðinni og ég fékk upp­hring­ing­ar frá sjó­mönn­um á hafi úti sem grát­báðu mig að halda áfram að skrifa,“ seg­ir Guðrún sem tók ósk­um fólks vel. Ári síðar, 1975, kom út bók­in Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Þriðja bók­in, Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna kom út árið 1980 en sög­urn­ar hafa ratað bæði á hvíta tjaldið og á fjal­ir leik­húss­ins við mik­inn fögnuð barna og full­orðinna í gegn­um tíðina.“

Öskubílsgabbið hræðilega

Það var einmitt í kvikmyndinni um þessa frábæru tvíbura sem nærmynd er af öskubíl. Alveg ferlegt atriði en samt svo gott. Kvikmyndin er frá því herrans ári 1981 og horfið nú vel á öskubílinn!

Einn öskukarlinn á þar þessi fleygu orð: „Við erum bara að taka rusl, við tökum ekki börn.“

Fleira tengt öskubílum: 

Sigga á öskubílnum

1961: Skemmti sér á öskubílnum á nýársnótt

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar