Mánudagur, 18. ágúst, 2025 @ 13:50
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Ók aftur á bak í 12 ár og fékk í bakið

Malín Brand Höf: Malín Brand
04/06/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Það þótti magnað þegar þeir Brian Keene og James Wright óku aftur á bak í 37 sólarhringa árið 1984. Það var heimsmet. Svo tók leigubílstjórinn Harpreet Devi upp á því að bakka alla daga og það gerði hann í 12 ár.

Bandaríkjamennirnir Brian Keene og James Wright óku Chevrolet Blazer 14.534 kílómetra aftur á bak gegnum 15 ríki Bandaríkjanna og hluta af Kanada. Þetta tók þá 37 sólarhringa og jú, það þótti mikið afrek.

Nema í Oklahóma reyndar. Þar þótti laganna vörðum lítið til uppátækis mannanna koma og ráku þá til baka út úr Oklahóma. Það ert að segja miðað við akstursstefnu þeirra; þeir voru skikkaðir til að aka út úr Oklahóma en ekki í bakkgír. Ástæðan var sú að á bílnum var áberandi merking sem sagði „fastur í bakkgír“ og auðvitað á bilaður bíll ekkert að vera í umferð. Þó þetta hafi verið grín þá þótti lögreglunni þetta ekkert sniðugt.

Heimsmetið eiga þeir félagar þó enn fyrir lengstu ökuferðina aftur á bak.

Með fjóra gíra aftur á bak

Þar sem ég velti þessu heimsmeti fyrir mér (ætla nú ekki að reyna að slá metið samt) fann ég umfjöllun frá árinu 2015 um mann sem ók aftur á bak í 12 ár. Hann er hættur þessu núna, enda fékk hann í bakið eftir margra ára bakkakstur.

Harpreet Devi.

Enginn hefur ekið leigubíl aftur á bak lengur en indverski bílstjórinn Harpreet Devi. Hann ók aftur á bak um stræti Bhatinda á Indlandi frá árinu 2003 til 2015.

Þetta byrjaði dag nokkurn þegar bíll Devis festist í bakkgír og karlinn þurfti að bakka tæplega 60 kílómetra leið heim til sín. Þegar hann kom heim hugsaði Devi með sér að þetta hefði hreint ekki verið slæmt heldur þvert á móti! Þetta var bara miklu betra og mun öruggara að hans mati.

Uppveðraður af þessari uppgötvun sótti Devi um leyfi til að breyta gírkassanum í þessum litla Fiat sem hér sést á myndum. Fjórir gírar aftur á bak og einn áfram. Jú, og hann fékk sérstakt leyfi hjá yfirvöldum í Punjabi til að aka leigubílnum aftur á bak.

Með sírenu, ljóskastara og auðvitað spegla

Bíllinn var búinn ýmsum græjum á borð við sírenur og framljós aftan á bílnum svo aðrir vegfarendur rugluðust ekki algjörlega. Devi var þó aldrei með bakkmyndavél og hékk hálfur út um gluggann frekar en að nota speglana. Á áttatíu kílómetra hraða hefur það eflaust verið áhugaverð sjón svo ekki sé minnst á þá upplifun að vera farþegi í leigubílnum.

Eftir tólf ár á fullu, þ.e. á fullri ferð aftur á bak, fann Devi mikið til í skrokknum. Bak- og hálsvandamál voru orðin allveruleg en þrátt fyrir allt sagði hann í viðtali árið 2015 að öruggara væri að aka aftur á bak en áfram. Öfugmæli? Kannski. Kannski ekki.

Fleiri undarleg met:

Hve mörgum má koma fyrir í …

Furðulegt heimsmet Han Yue

Lengsti bíll heims slær eigið met

Heimsmet í hverju?

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Lyklaði „ranga“ Teslu

Næsta grein

Einkenni lélegra bílstjóra

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Einkenni lélegra bílstjóra

Einkenni lélegra bílstjóra

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.