Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 6:02
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Óheyrilega óheppin hjón í Worcester

Malín Brand Höf: Malín Brand
24/05/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
270 15
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter
Óheyrilega óheppin hjón í Worcester
13 bílar ónýtir á 15 árum

Hjón sem búa í Worcester á Englandi hafa verið með eindæmum óheppin hvað bíla snertir, eða öllu heldur búsetu og bíla. Orðið „óheppni“ nær tæplega yfir það sem um ræðir en einhvern veginn er ekið fáránlega oft á bíla þeirra framan við heimilið.

Mynd/Facebook

Ekki nóg með það heldur virðast ýmsir ribbaldar sem leið eiga um hverfið hafa sérlega gaman af því að ganga upp að bílunum þeirra, þar sem þeir standa fyrir framan parhúsið við Tolladine Road, og brjóta af þeim spegla og annað sem hægt er að skemma. Allt þetta sjá þau á upptökum úr öryggismyndavélum en fátt er hægt að gera.

Tveir bílar á tveimur dögum

Þau virka indæl og ósköp venjuleg hjón á miðjum aldri. Það er að segja ef fimmtíu ár er miðja vegu á milli fæðingar og hundrað ára, eins og það var síðast þegar maður athugaði. Undirrituð leit aðeins á Facebook-síður þeirra til að athuga hvort þetta væri eitthvað út hött eða tilbúningur og nei, svo er aldeilis ekki að sjá.

Þau Maria Roberts og Steve Passey fluttu í parhúsið árið 2001. Fjögur ár liðu þar til „bílaslátranirnar“ hófust. Árið 2005 varð harður árekstur fyrir framan húsið og þá eyðilagðist Roverinn þeirra. Árið 2019, þegar fréttin var skrifuð sem undirrituð vísar í, voru ónýtu bílarnir orðnir 12 talsins. Og síðan hefur einn bæst við. Þetta er svo gott sem einn ónýtur bíll á ári.  

Mynd/Yahoo

Þá er aðeins átt við þegar bílarnir skemmast það mikið að þeir teljast ónýtir. Eins og í eitt skiptið þá eyðilögðust báðir bílarnir á tveimur dögum. Minniháttarklessuverk virðast ekki teljast með. Eins og þau skipti þegar ekið er á báða bílana þeirra og þeir beyglast jú en ekki alvarlega.

Þetta má til dæmis sjá á upptökum úr öryggismyndavélum þeirra og þessu hefur Maria deilt á Facebook en ég kann nú ekki við að falast eftir þeim upptökum.

Eins og svarthol

Nú hljóta flestir að spyrja hvernig í veröldinni standi nú á þessum ósköpum og hvort fólkið geti ekki lagt annars staðar. Þegar þessi tiltekna gata er skoðuð á korti (ég notaði Google Maps og Street View) er nokkuð ljóst að fjölmargir neyðast til að leggja við hlið götunnar þar sem engin bílastæði eru við sum húsin. Svona eins við Skólavörðustíg (efsta hlutann).

Þannig að ekki er hægt að leggja annars staðar svo vel sé. En þá vaknar spurningin hvort aðrir íbúar sem þurfa að leggja við götuna búi við sömu lendi ekki í því sama. Það er nefnilega ekki svo. Auk þess eru þau einu íbúarnir á þessum vegarkafla sem ekki eiga stæði upp við hús þó þaðm eigi ekki við um alla Tolladine Road sem er býsna löng að sjá á korti.

Mynd/Yahoo

Hámarkshraðinn er 30 en rétt áður en komið er að húsi hjónanna virðist gatan breikka örlítið og þar hafa margir freistast til að gefa í. Svo þrengist gatan aftur og sumir enda á bílum þeirra hjóna og enn aðrir „strjúkast“ við þá og stinga af.

Mynd/Yahoo

Þeir sem einna erfiðast eiga með að stinga af eru þessir á bílunum sem hafa komið fljúgandi (eftir að hafa klesst bíl) inn í garðinn þeirra og má í raun þakka fyrir að húsið standi ekki nær götunni en raun ber vitni.

Gætum gefið þeim hraðahindrun

Virðist fólkið hafa ítrekað óskað eftir hraðamyndavél, hraðahindunum eða hringtorgi en ekkert bólar á neinu slíku. Við eigum nú nóg af hraðahindrunum. Gætum við ekki gefið þeim nokkrar?

Fleiri mannlegar bílasögur: 

Hversu óheppinn… eða heppinn?

Fann falin skilaboð í notuðum bíl

Gleymdi hvar hann lagði bílnum: Svo liðu 20 ár

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Lancia lifir áfram: Lofar þremur nýjum bílum

Næsta grein

Framtíðarorkugjafar í bílum?

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Framtíðarorkugjafar í bílum?

Framtíðarorkugjafar í bílum?

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.