Næsti stjórnandi Top Gear?

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Það er talinn ótvíræður kostur þegar þáttastjórnendur eru vel máli farnir. Það á ekki við um Rambo, kvenkyns órangútan (hún Rambo…), sem hefur á golfbíl brunað um veraldarvefinn. Þar sem Rambo segir ekki orð er ólíklegt að hún taki við af Chris Harris og félögum í Top Gear þáttunum. En hvað veit maður?

Sama hvernig hér er í pottinn búið þá er þessi órangútan með svalari bílstjórum. Hann er svo slakur að sjá, með bumbuna út í loftið og aðra hönd á stýri.

Rambo er víst kvenkyns órangútan sem er í dýragarði í Dúbai. Best að hafa sem fæst orð um þetta en hér er myndband sem komið hefur mörgum á óvart síðustu vikurnar.

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar