Morgan Plus Four – sportbíll í „gamla stílnum“
-fyrsti bíll fyrirtækisins sem er með fjögurra strokka túrbó vél

Einn þeirra bíla sem átti að kynna á bílasýningunni í Genf hefur verið kynntur formlega. Þetta er sportbíll í anda „gömlu“ opnu sportbílanna – Morgan Plus Four, sem við höfum fjallað lítillega um hér áður á vefnum.
Plus Four er tveggja sæta „roadster“ sportbíll, sem þessi gamalgróni sportbílaframleiðandi framleiðir á Bretlandi. Bíllinn er smíðaður á nýja álpalli fyrirtækisins í stað undirvagns með stigaramma sem er á útleið.

Vélin í bílnum er fjögurra strokka eining frá BMW sem gefur 255 hestöfl.
Frammistaðan hefur verið færð „á alveg nýtt stig.“
Eftir stöku smáfréttir í síðustu viku hefur Morgan afhjúpað hinn nýi Plus Four sportbíl. „Við notum nánast allt nýtt hér, þar sem ökutækið deilir aðeins þremur prósentum íhluta með forveranum og nafnbreytingin frá Plus 4 í Plus Four kemur til með að endurspegla þetta.

Eins og fram kom hér að framan situr þessi nýi bíll á undirvagni úr áli og verður fyrsti bíll vörumerkisins til að nota fjögurra strokka vél með forþjöppu.
Það er þekkt 2,0 lítra túrbó-fjögurra strokka frá BMW, sem í þessum bíl býr til 255 hestöfl (190 kW) og allt að 400 Newton metra tog.


Umræður um þessa grein