Mercedes-Benz tilkynnir að rafmagns G-Class sé á leiðinni
Mercedes undirstrikar einnig mikilvægi G-bílanna í framboði sínu
Mercedes-Benz hét því að bæta við yfir 10 rafdrifnum bílum við alþjóðlegt framboð sitt fyrir árið 2022. Við höfum þegar séð nokkra þeirra og við vitum hver aðrir eru, en fyrirtækið kom öllum á óvart með því að staðfesta að það gæti styrkt sókn sína á sviði rafbíla með rafhlöðugerð af G-Class jeppanum.

Sascha Pallenberg, yfirmaður stafrænnar umbreytinga hjá móðurfyrirtæki Daimler, Mercedes-Benz, vitnaði í nýja forstjóra fyrirtækisins, Ola Källenius, til að segja „það verður núlllosunar EV útgáfa af Mercedes-Benz G-flokki“ í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu á vegum Automobilwoche.

Mercedes gæti notað vetnistækni sína til að byggja upp núlllosunar G-Class, en Källenius sagði skýrt að væntanleg gerð verði rafmagnsbíll. EQG það er, að minnsta kosti, ef það fylgir nafnakerfinu sem notað er af öðrum rafmagns gerðum Mercedes, eins og EQC, komandi EQA og EQS sem við vitum að er hugmyndabíll. Hann sagði ekki hvenær gerðin verði frumsýnd, nákvæmlega hvað mun knýja bílinn eða á hvaða markaði bíllinn verður seldur. Reikna má með að G-jeppinn með rafgeymm muni verða seldur samhliða bílum með bensínvél (og í Evrópu, með dísilvél) frekar en í staðinn fyrir þá.
Ekki auðvelt að búa til rafmagnsgerð
Það verður auðveldara sagt en gert að búa til rafmagnaðan G-jeppa. Með núverandi liðlega 2400 kíló er núverandi bíll einn þyngsti bíllinn sem er fáanlegur í þessum flokki og með því að knýja hann með rafmagni mun þessi tala verða nær 2.700 kíló. Að flytja svona þungt farartæki hratt og gefa því viðunandi aksturssvið mun þurfa stóra rafhlöðu sem aftur mun þyngja bílinn. Tvíbent!. Þetta mun því fela í sér að setja G í megrun og nota léttari rafhlöðutækni. Með öðrum orðum, ekki búast við að sjá þennan bíl fyrr en snemma árs 2020.
Arnold Schwarzenegger fékk sinn rafbíl
Ef þetta hljómar kunnuglegt er líklegt að við höfum heyrt þetta áður. Árið 2017 bað leikarinn og fyrrum ríkisstjórinn í Kaliforníu Arnold Schwarzenegger austurríska fyrirtækið Kreisel Electric um að hjálpa honum að búa til sérstakan bíl, fyrstu kynslóð G sem keyrir á rafmagni. Hann ók jeppa – sem Kreisel lýsti sem einhliða frumgerð – um Kaliforníu, en fátt bendir til að framleiðsla hafi byrjað eins og til stóð.
Það er lítið svolítið sérstakt að við erum jafnvel að tala um framtíð G. Fyrir tíu árum leit þessi jeppi út eins og slæmir timburmenn frá öðru tímabili og flestir gerðu ráð fyrir að hann lifði ekki lengi. En við erum komin til ársins 2019 og stjarna hans hefur loksins risið þökk sé að hluta íbúunum í Hollywood, rússnesku olíukóngum og olíubarónunum í Miðausturlöndum sem eru háðir bílnum, eða svo segja þeir hjá Autoblog! Jeppar og „crossovers“ seljast hraðar en fólksbílar og önnur kynslóð G-Class er sá bíll innan Mercedes-Benz fjölskyldunnar sem selst svo vel að vörumerkið telur það þennan bíl eina mikilvægustu táknmynd þeirra í dag.

„Hér áður fyrr voru umræður um hvort við ættum að leggja þessa gerð af. Eins og ég sé hlutina núna myndi ég segja að síðasti bíll Mercedes sem verði smíðaður verði G-flokkur“, sagði Källenius.
(Myndir: Mercedes-Benz)