Maðurinn sem gerbreytti VW, Ferdinand Piech er látinn 82 ára að aldri
Ferdinand Piech, fyrrverandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Volkswagen AG, sem umbreytti þýska bílaframleiðandanum frá því að vera framleiðandi fyrir heimamarkað í alþjóðlega bifreiðasamsteypu, er látinn, að því er fram kemur í þýska dagblaðinu Bild í dag, mánudag.

Piech, 82 ára, andaðist á sunnudag á sjúkrahúsi þar sem hann var fluttur eftir að hann yfirgaf veitingastað, sagði þýski blaðið, án þess að vitna í heimildir.
Það hefur komið fram í fréttamiðlum á vefnum að ekki hefur náðst í fulltrúa fyrir Piech og Porsche fjölskyldurnar, sem enn stjórna meirihluta í Volkswagen í gegnum fjölskyldufyrirtæki sitt Porsche SE.
Ekki náðist heldur í talsmenn Volkswagen.
(byggt á Reuters og Bild)
?