Maðurinn, bíllinn og spoilerarnir

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Eins og það sé ekki nógu erfitt að sjá út fyrir spoilernum þarna að framan (er sko bæði með að framan og aftan) heldur kviknar líka í og þá sést nú bara ekki neitt!

Ökumaðurinn slapp ómeiddur en þetta má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Skjáskot/YouTube

Leyfið mér að kynna mann sem ég þekki ekki neitt: Chris Rado. Hann er maður margra „spoilera“ (jú, ég veit að íslenska kvenkynsnafnorðið vindskeið er til en í dag má ég nota orðið spoiler) og virðist honum líða best mitt á milli tveggja slíkra: Einn að framan og annar að aftan.

Chris Rado hefur lítið verið í sviðsljósinu síðastliðinn áratug eða svo. Nú er hann meira í andlega ljósinu. Skjáskot/YouTube

Chris þessi Rado hefur sett ýmis met og slegið önnur á sínum 1200 – 1400 hestafla Scion en eitthvað virðist hann sjá og skilja sem mögum öðrum er hulið. Honum hefur í það minnsta tekist ýmislegt sem öðrum hefur ekki tekist. Og það á sínum framhjóladrifnu furðubílum.

Yfir á andlegu hliðina

Hann er fæddur árið 1975 í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og er atvinnukappakstursnáungi. Eða var. Hann var afar virkur á árunum 1999-2012 og um afrek hans má m.a. lesa hér.

Eitthvað virðist hann hafa velt sér yfir á andlegu hliðina í lífinu og kannski var hraðinn á þeirri hlið slíkur að hann þurfti ekki lengur á bílnum með spoilerana að halda.

Í það minnsta þá er lítið af ökumanninum sjálfum að frétta hvað akstursíþróttirnar varðar og ofurbíllinn hans var til sölu í lok árs 2018 eins og lesa má um hér. En hver veit nema óvæntar upplýsingar komi fram í næstu grein um manninn sem áður var kenndur við spoilera…

Tengt efni: 

Óhuggulegir spoilerar

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar