Lisa skapaði hljóðheim fyrir Polestar

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Sýningarsalir Polestar eru ekki hefðbundnir. Það er verið að útbúa einn slíkan hér og þar er allt gert eftir kúnstarinnar reglum. Tónlistarkonan Lisa Nordströn er eins konar Hildur Guðnadóttir Svíanna og hún hefur skapað áhugaverðan hljóðheim fyrir sýningarsalina.

„Sýningarsalirnir eru sérstaklega hannaðir til að endurspegla hönnunargildi Polestar sem eru mínimalísk og án málamiðlana,“ segir í tilkynningu frá Polestar en framleiðandinn fékk Lisu Nordström til liðs við sig til að skapa rétta stemningu í sýningarsölunum.

„Maður notar oft fleiri en eitt skilningarvit til að upplifa hluti. Polestar hljóðheimurinn umlykur Polestar vörumerkið á fallegan hátt og bætir við þann heim sem við höfum skapað fyrir viðskiptavini bæði í sýningarsölum og bílum okkar,” segir Rong Guan, verslunarhönnuður Polestar sem hefur stýrt hönnun sýningarsala Polestar.

Eins og kvikmynd

Hildur Guðnadóttir var nefnd hér í inngangi en þær Lisa hafa báðar skarað fram úr í heimi kvikmyndatónlistar og þar er samkeppnin hörð. Lisa vann fyrir stuttu sænsku Guldbagge kvikmyndaverðlaunin 2022 fyrir bestu frumsömdu tónlistina í kvikmyndinni Children of the Enemy en hún hefur komið víða við og á mjög óvenjulegt safn, ef svo má segja. Það er safn tónlistar og hljóða sem spannar allt frá kvikmyndum til tilraunakenndra útvarpshljóða sem hljóðrituð eru í bækistöð hennar í Gautaborg í Svíþjóð.

Lisa að störfum við einhverja svakalega fína Moog græju. Ljósmyndir/Polestar

Í fréttatilkynningu frá Polestar er haft eftir Lisu:

„Ég nálgaðist þetta verkefni eins og kvikmynd. Ég þurfti að finna þemu sem myndu skapa sterkari upplifun,” útskýrir Nordström. „Fyrir mig var algjörlega nauðsynlegt að fá að vera í umhverfinu, samsama mig staðnum og aðstæðunum. Eftir að hafa prófað í nokkurn tíma mismunandi tónlist fann ég loksins tóninn og hljóðið sem passaði. Eftir það snerist þetta aðallega um að opna fyrir kranann og láta flæða!”

Úr þessu varð til níu klukkustunda löng hljóðrás „sem samanstendur af umhverfishljóðheim sem skipt er í fjóra hluta sem tákna tíma morguns, hádegis, síðdegis og kvölds og hafa verið nefndir eftir ytri litum Polestar 2,“ sagði í tilkynningunni.

Það má kanna víddir hins nýskapaða hljóðheims t.d. inni á Spotify, Apple Music og Amazon Music en hér er hlekkur á tóndæmi.

Svipaðar greinar