Ford F-150 Lightning sem lögreglubíll
Sérstök „police-duty“ útgáfa af hinum magnaða F-150 Lightning Pro SSV rafpallbíl var kynnt í gær í Bandaríkunum en þetta er mikið ofurtæki.

Ford hefur smíðað lögreglubíla í rúm 70 ár en nú er komið að rafmagnspikkaranum.


Hann er innan við 4 sekúndur úr kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða en fjölmargir kostir þessa ökutækis eru tíundaðir í myndbandinu hér fyrir neðan.

Meðfylgjandi myndir eru frá Ford.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.