Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 16:46
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Launsonur John DeLorean eða sprellikarl?

Malín Brand Höf: Malín Brand
18/10/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Maður nokkur frá Cornwall, Tyler að nafni, áður Ben Granger, heldur því fram að hann sé launsonur Johns DeLorean (f.1925, d. 2005). DeLorean nafnið kannast flestir lesendur eflaust við en John DeLorean var maðurinn sem sérkennilega bifreiðin DMC DeLorean er kennd við.

Bíllinn sá er einkum og sér í lagi frægur fyrir að hafa farið aftur til framtíðar í myndinni Aftur til framtíðar (e. Back to the Future). Raunar urðu myndirnar þrjár talsins en það skiptir ekki máli í þessu samhengi.

Bíllinn sjálfur, launsonurinn og sá bílablaðamaður er þessi orð ritar koma öll úr fortíðinni, nánar til tekið frá því herrans ári 1981. Hafa árin farið misblíðum höndum um okkur og í sannleika sagt sýnist mér hrjúfar krumlur áranna ekki hafa komið nálægt ryðfríu stáli bílsins en hvað getur maður svo sem sagt um tímavélar. Eldast þær vel eða illa?

Merkileg tilviljun, þetta með árið 1981, en ef til vill ekkert til að hafa sérlega hátt um.

ÞríhjóLorean á markað innan árs?

Maðurinn sem um ræðir og segist vera sonur Johns DeLorean, mun samkvæmt alnetinu, hafa breytt nafni sínu úr Ben Granger í Ty [Tyler] DeLorean fyrir tæpu ári síðan en eitt og annað bendir til þess að maðurinn sá eigi í eilítilli rimmu við eigið sjálf.

Eftir sem áður hafa nokkur blöð birt við hann viðtöl að undanförnu þar sem fjallað er um bifreið sem Ty DeLorean kveðst vera að smíða.

Bifreiðin er í raun hið fallvalta (allavega valta) þriggja hjóla fyrirbæri Reliant Robin (eða Reliant Rialto) með „máva“vængjahurðunum (gull-wing doors ) sem kenndar hafa verið við DeLorean.

Ýmsar athugasemdir hafa verið gerðar við fréttirnar og margar eru þær spaugilegar.

Nú er staðan sú að DeLorean Motor Company hefur höfðað mál á hendur Ty, meðal annars fyrir að nota vörumerkið DeLorean. Hins vegar virðist fátt ef nokkuð hafa heyrst úr hinum óáreiðanlegu búðum Reliant, en stráksi notar bíla Reliant sem grunn bílsins sem hann segir að komi á markað innan árs: DeLorean DMC 1.21.

Húmor í karli

Bíllinn, sem launsonurinn segir að sé alfarið byggður á upprunalegri framleiðsluáætlun frá árinu 1981, mun fást bæði sem alrafmagnaður bíll og tvinnbíll.

„DeLorean DMC 1.21 er nýja rafmagnstímavélin sem getur farið með okkur til framtíðar. [..] Eins og staðan er í dag er þetta eina tímavélin sem virkar. Fjárfestu í einni slíkri í gær!“

Já, það er margt skondið á síðunni sem tileinkuð er bílnum sem hægt er að panta strax í dag til að missa ekki af herlegheitunum:

Sendum hvert sem er í heiminum.

Svifbretti fylgir hverri pöntun

Pantanir hrúgast inn

Gríngjörningur eða alvara?

Leikarinn og bíladellumaðurinn sem fór með aðalhlutverkið í myndunum Aftur til fortíðar, Mikki refur (Michael J .Fox) eins og ég kalla hann, var þrítugur þegar hann greindist með Parkinsonveiki.

Ty DeLorean segir á vefsíðu sinni að hluti ágóðans af sölu DeLorean DMC 1.21 fari í rannsóknarsjóð Michael J. Fox.

Michael J. Fox Foundation vinnur markvisst að rannsóknum á Parkinsonveiki.

Að þeim þætti undanskildum virðist allt í kringum „launsoninn“ og þríhjólabílinn vera grín. Á TikTok síðu Ty DeLorean er fjöldi myndbanda af honum sjálfum baða sig í heitum potti sem er, tjah…hvernig á ég að orða það, jú í Reliant 1.21 bíl. Bíllinn er heitur pottur. Þetta er virkilega mikið spes.

Sjálfur hefur Ty sagt að hægt sé að fá bílinn „með tilsniðnum heitum potti“ og að bíllinn geti flogið.

Að sjá manninn, í freyðibaði í „bíl“ leika sér með leikfangaútgáfu af DeLorean, bendir, eins og allt annað, til að ekki sé allt með felldu. Vonandi er þetta hluti af útskriftarverkefni í gjörningalist eða „hvernig-á-að-gabba-fólk“.

Á vefsíðunni er að finna skjáskot af ýmsum greinum sem skrifaðar hafa verið um Ty og bílinn. Kannski birtist skjáskot af þessari umfjöllun minni á síðunni hans Ty. Hver veit.

Engin þörf á DNA prófi

Í allri hringavitleysunni hefur nánast gleymst að spyrja út í faðernismálið. Blaðamaður Cornwall Live spurði Ty út í þau mál og svaraði hann

„Ég þarf að passa vel upp á hvað ég segi um þetta til að hlífa fólki sem stendur mér nær. En stutta sagan er sú að þegar hann [John DeLorean] var á Norður-Írlandi hitti mamma hann örstutt og þá var ég getinn. Mamma ákvað að enginn þyrfti að vita af þessu. Ég ræð hvort og hvernig ég nota nafnið. Þetta er nafnið mitt, nafnið sem í vegabréfinu mínu. Þannig að fyrir dómi verður þetta DMC gegn DeLorean og það er nú áhugavert,“ sagði Ty í viðtalinu.

Sagði hann að starfslið Back To The Future (Back To The Future crew) hafi boðist til að greiða fyrir DNA próf en það er eitthvað sem Ty telur mega bíða fram yfir réttarhöldin.

Þannig var nú það! Hægt væri að skrifa mun meira um þetta kúnstuga mál en ætli undirrituð láti þetta ekki gott heita sem framlag til furðugjörnings Ben Granger eða Tyler DeLorean.

Fyrri grein

Heimurinn elskar leiðinlega liti á bílum og hér er nýjasta sönnunin

Næsta grein

Svona gæti pallbílsútgáfa Lexus LX litið út

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Svona gæti pallbílsútgáfa Lexus LX litið út

Svona gæti pallbílsútgáfa Lexus LX litið út

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.