Það gæti fariðsvo að BMW láti ekki staðar numið með núverandi 8-seríu og komi einnig með ennstærri og flottari bíla í nýrri „9-seríu“!
Þar með myndiglæsibílar á borð við Mercedes-Maybach S600 fá verðuga samkeppni frá BMW. Segjamá að nú þegar sé til staðar svona samkeppni með 7-línunni frá BMW og nýi GranCoupe-bíllinn í 8-seríunni gæti verið vísbending um að þetta verði aðveruleika.
Haft hefur veriðeftir Adrian van Hooydonk, aðalhönnuði BMW í Autocar, að væntanlega stoppi þeirekki hér, og átti þá við 8-seríuna. Það er okkar hlutverk að fá fleirihugmyndir sem verksmiðjurnar geta framleitt, annað væri hreinlega slæmt, segirhann. Teymið mitt og ég erum að horfa til ársins 2021 og síðar – allt fram til2030. Við eigum nóg af hugmyndum.
Talið er að þessinýja „9-sería“ muni fá margt í arf frá 7- og 8-seríu BMW, bæði hvað varðarútlit og vélbúnað, en myndirnar sem hér fylgja eru af BMW Gran Coupe í seríu 8.
