
Hvernig gengur rafbílavæðingin í Evrópu?
Reglugerðarsmiðir Evrópusambandsins gera sitt til að ýta rafbílavæðingu í álfunni áfram, enhvernig skyldi það ganga nú þegar útblástur bíla er að kaffæra miðborgirnar eins og í London og París?
Það er gífurlega mismunandi hvernig þetta gengur í hinum ýmsu Evrópulöndum.
Þetta gengur ekki vel í Þýskalandi, stærsta bílamarkaði Evrópu og þar ná menn ekki að mæta þeim markmiðum sem sett eru af hálfu bandalagsins. Í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni eru rafbílunum veitt brautargengi og reynt að ná þessum markmiðum sem sett eru í Brussel.
Í Noregi hafa menn sýnt fram á að það er hægt að fá fólk til að skipta yfir í rafbíla án mikils þrýstings frá yfirvöldum. Fleiri hreinir rafbílar voru skráðir í Noregi á síðasta ári en í nokkru öðru Evrópulandi.
Gengur hægt að ná takmarkinu í Þýskalandi
Angela Merkel Þýskalandskanslari setti sér það markmið árið 2010 að ein milljón rafbíla yrðu komnir á þýska vegi í loka þess áratugar. Í upphafi þessa árs voru þeir færrien 100.000 og aðeins liðlegur helmingur þeirra voru hreinir rafbílar. Í dag er talið að það verðir einhverra ára seinkun á að ná þessu upphaflega markmiði.
Í Þýskalandi má rafbíll ekki kosta meira en 60.000 evrur til að falla undir reglur umumhverfisvæna bíla. Í upphafi voru settar til hliðar 600 milljón evrur í þessu augnamiði, en aðeins var búið að nota um 100 milljónir evra eftir fyrstu tvö árin.
Noregur leiðir rafbílavæðinguna
Olíuríkið Noregur voru fyrstir til að niðurgreiða kaup á rafbílum og gerður það líka rausnarlega.Skattaafsláttur við kaup á rafbílum byggist bæði á bílarnir eru ekki skattlagðir og 25% virðisaukaskattur fellur líka niður. Í Noregi er ýmislegt fleira gert til að ýta undir notkun rafbíla, gjöld eru felld niður, allt frá vegagjöldum og gjöldum í ferjum. Að vísu er hætt að hafa bílastæði gjaldfrjáls á landsvísu, en þó er það enn í gildi í nokkrum bæjum og borgum.
Fleiri rafbílar sem eingöngu nota rafmagn voru skráðir í Noregi á síðasta ári en í nokkru öðru landi, en í heild er Noregur aðeins með um 1 prósent af bílamarkaði í Evrópu.
Bretar vilja vera leiðandi
Bretland vill vera leiðandi á markaði rafmagnsbíla, að hluta til að auka rannsóknir og þróun í landinu.
Stefna ríkisstjórnarinnar,„Road to Zero“, stefnir að því að minnsta kosti 50 prósent fólksbíla og 40 prósent sendibíla sem seldir eru í Bretlandi árið 2030 séu með hámarkslosun (undir 50 g / km CO2). Ríkisstjórnin stefnir að því að banna sölu nýrra bíla sem knúin eru með hefðbundnum brunahreyflum árið 2040.
Bretlandi hefur16.657 opinber hleðslustöð, eða um 1 fyrir hverja 9 tengitvinnbíla á vegum landsins. Til samanburðar eru í Hollandi, miklu minna landi, 34.832 hleðslustöðvar.
Kaupendur rafbíla með tengitvinntækni geta fengið styrk frá stjórnvöldum upp á 4.500 pund viðkaup á nýjum rafbíl í flokki 1, sem verður að hafa að lágmarki drægni sem nemur133 kílómetrum á rafmagni eingöngu.
Frakkar setja rafbíla í forgang
Í Frakklandivilja menn fimmfalda sölu rafbíla fyrir árið 2020 og samhliða vilja menn útrýmabílum með brunahreyflum í París í síðasta lagi 2030 til að draga úr mengun íborginni.
Fjöldihleðslustöðva í landinu var 16.426 í árslok 2017, sem er aukning frá 10.339 íárslok 2015. Ríkisstjórnin hefur sett sér það takmark að þær verði orðnar100.000 ári 2020.
Fjöldi hleðslustöðva eykst á Spáni
Hlutfall rafbílaá Spáni hefur aukist nokkuð og þar eru í dag um 5.089 hleðslustöðvar og áformeru um að fjölga þeim mikið á næstu árum. Til dæmis hefur stærstaraforkufyrirtæki Spánar áform um að bæta við 25.000 hleðslustöðvum fyrir 2021,þar af 16.000 í heimahúsum og 9.000 í fyrirtækjum sem vilja bjóða starfsfólkisínu upp á þessa þjónusti
Mikil áform á Ítalíu en lítið um hvata
Á Ítalíu voruaðeins seldir 2.249 nýir bílar sem nota eingöngu rafmagn á fyrri helmingi þessaárs. Uppbygging hleðslustöðva í landinu gengur líka hægt, en þar eru aðeins3.124 hleðslustöðvar. Það er lítið um hvetjandi aðgerðir af hálfu ríkisins,aðeins er veittur afsláttur í fimm ár af þungaskatti.
Í áætluninni semnýja ríkisstjórnin, sem kom til valda í lok maí, er gert ráð fyrir„fjárhagslegri hvatningu til að hvetja til sölu á tengitvinnbílum og rafbílum“,það er talað um „þjóðaráætlun um uppbyggingu hleðslustöðva“. Samkvæmt því semfréttamiðillinn Bloomberg News hefur sagt þá mun leiðtogi „fimmstjörnu-bandalagsins“ Luigi Di Maio sett sér það markmið um að setja 1 milljónrafknúna bíla á ítalska vegi fyrir árið 2022. Ekkert markmið á fjölda áhleðslustöðvum hefur verið sett.
(greinin erlauslega byggð á Automotive News Evrópu)
?