Hver man eftir grein 12?

138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Hver man eftir grein 12?

Ég er enn einu sinni að tala um eftirfarandi grein í tryggingalögunum sem félög og samtök vildu fá breytt enda íþyngjandi fyrir kaupendur notaðra bíla. Við fjölluðum upphaflega um málið í þessari grein.

„12. gr. Vátryggingariðgjald.

Lögboðið vátryggingariðgjald ökutækis ásamt vöxtum og kostnaði hvílir sem lögveð á ökutækinu og gengur fyrir öllum öðrum skuldbindingum sem á því hvíla í tvö ár frá gjalddaga nema gjöldum til ríkissjóðs. Á grundvelli slíks lögveðs má krefjast nauðungarsölu á ökutæki án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Lögveðið fellur ekki niður við eigendaskipti.“

Mér er kunnugt um eitt mál þar sem tryggingafélag nýtti sér þessa grein til að setja bíl á uppboð en þar var fimmti eigandi bílsins síðan einhver greiddi ekki iðgjaldið sem varð fyrir barðinu á þessum ólögum.  Ég veit ekki hvernig það endaði en grunar að síðustu eigendaskiptin hafi verið látin ganga til baka.

Hvað ætli margir hafi lent í vandræðum eða misst bíl vegna þessarar greinar í lögunum?

Er þetta ekki frekar dapurt að það skuli ekki vera hægt að breyta ósanngjörnum lögum á þetta löngum tíma? Ætti þetta ekki að vera í forgangi?

Hvað ætli margir hafi lent í vandræðum eða misst bíl vegna þessarar greinar í lögunum?

Hefur þú lent í þessu og hvernig fór það?

Svipaðar greinar