Húsbíll með bílskúr og auðvitað bíl

139
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Það hlýtur að teljast eðlilegt að í húsbíl sé bílskúr, ekki satt? Varla skreppur fólk á 10 til 15 tonna hlunki út í búð eftir mjólk. Nei, þá er nú gott að það sé bílskúr í húsbílnum og auðvitað bíll í bílskúrnum.

Sjálf hef ég átakanlega lítinn áhuga á húsum og húsbílum en um leið og minnst er á bílskúr þá kviknar áhuginn á augabragði. Fyrir ári síðan komst ég að því að í snekkjunni „A“  væru nokkrir bílskúrar og þar með öðluðust snekkjur blessun í mínum huga. Svo framarlega sem í þeim er bílskúr.

Snekkjan „A“ á Vestfjörðum (Dýrafirði) vorið 2021. Nú er snekkjan ekki mikið notuð, enda kyrrsett eins og ýmsar eigur fjölmargra rússneskra auðkýfinga. Ljósmynd/Malín Brand
Mynd/Volkner

Volkner hinn þýski

Samkvæmt þýska fyrirtækinu Volkner þá er það grundvallaratriði að ferðast með eftirlætisbílinn innanborðs í húsbílnum. Í fyrsta lagi sé það rosalega sniðugt hvernig húsbíllinn lætur „bílinn hverfa“ inn í skúrinn sem staðsettur er fyrir húsbílnum miðjum.

Í öðru lagi segir á síðunni að sé meiriháttar sniðugt geta án nokkurs tilstands eða fyrirhafnar hleypt þeim litla út úr skúrnum.

Á vefsíðu Volkner er mikið gert úr því hversu fínar tegundir geta rúmast í skúrnum (þeir tala ekki um stærð heldur telja upp tegundir): „911, BMW i8, Mercedes C-Class Cabriolet, Ferrari, Mini Cooper eða hvað sem er,“ segir á síðunni.

Bíllinn í skúrnum hefur engin áhrif á rýmið í húsbílnum og það er auðvitað bráðsnjallt.

Jújú, í skúrnum má líka koma fyrir reiðhjólum, mótorhjólum, sæþotum og hvað þetta nú heitir allt saman. Auk bíls. Svona er þetta nú magnað. Allt um undraskúra Volkner hér.

Action Mobil

Atacama 7900

Morelo Grand Empire

Hér er hægt að koma fyrir allt af 4.6 metra löngum bíl en rétt eins og framleiðandinn hér á undan þarf Morelo að nefna tegundirnar: „Smart, Fiat 500, Mini Cooper, Porsche, Mercedes AMG GT eða jafnvel Ferrari rúmast í bílnum,“ segir þar.

Í kynningartexta Morelo segir: „Er eitthvað dásamlegra en að kanna afskekkta firði og sjávarþorp á bíl sem er eins lipur og hann er rennilegur?“ Nú veit ég ekki hvort verið er að vísa til fína bílsins inni í húsbílnum eða húsbílsins sjálfs. Ojæja, það skiptir engu. Meira um Morelo hér.

VARIO Perfect 1200 PLATINUM byggður á MB Actros 2553 LLL

Þetta er, ef ég skil þetta rétt, 26 tonna fyrirbæri sem sagt er að sé voða lipurt og ljúft þrátt fyrir þyngdina.

Datt í hug að hafa eina mynd með sem sýnir innvolsið: 

Concorde

Mercedes-Benz fer í Concorde

Nuddpottur, bílskúr og 10 manna gímald

FUTURIA sports+spa er með alls konar fíneríi en best er að leyfa myndunum að sjá um útskýringarnar.

Fleira um bílskúra og sniðug bílastæði: 

Stórkostlegir bílskúrar

Mögnuðustu bílastæði veraldar

Bíll en enginn bílskúr? Nokkrar lausnir

Bílskúrar snekkjunnar „A“ og aðrir snekkjuskúrar

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar