Honda e kominn í sölu hér á landi
Við höfum fjallað um þennan alveg nýja Honda e hér á Bílablogg.
Þessi framúrstefnulegi Honda bíll er nú kominn til Íslands og að sögn Baldurs Ólafssonar hjá Öskju en þeir eru umboðsaðilar Honda á Íslandi.

“Við erum komnir með bíl í sal og í reynsluakstur. Við fengum bara litla sendingu núna og þeir bílar allir seldir en fáum lausa bíla eftir mánuð. Fyrstu bílar verða afhentir í þessari viku” sagði Baldur.

Við hjá Bílabloggi erum þegar búin að panta reynsluakstur á bílnum og bíðum við spenntir eftir að röðin komi að okkur en hún er nokkuð löng.

Bíllinn er boðinn í tveimur útgáfum – Basic og Advanced. Verðið er frá 4.390.000 kr. Tveir mótorar eru í boði, 136 og 154 hestöfl, drægnin er uppgefin um 220 km. skv. WLTP prófunarkerfinu. Heildarafl rafhlöðu er um 35 kWh og eyðsla á hverja 100 km. er um 18-20 kWh.

Honda e er með afturdrifi líkt og hinn nýi ID3 frá VW. Togið í þessum litla bíl er hvorki meira né minna en 315 Nm.
Honda hjá Öskju hefur flutt sig yfir í nýjan og rúmgóðan sýningarsal að Krókhálsi 13.



