Hinn nýi Ford Ranger hlýtur viðurkenninguna „alþjóðlegur pallbíll ársins 2020“
Ford hlýtur einnig viðurkenninguna „alþjóðlegur sendibíll ársins 2020“ í tveimur flokkum

Hinn nýi pallbíll Ford Ranger Ford Ranger hefur nú verið valinn “pallbíll ársins 2020” eða „International Pickup Award“. Í nóvember varð Ford fyrsti bílaframleiðandinn til að hljóta bæði viðurkenninguna „alþjóðleg sendibifreið ársins“ og „alþjóðleg pallbifreið ársins“ á sama ári við tvö mismunandi tækifæri. Í framhaldi af frammistöðu sinni frá 2013 sópaði Ford þessum viðurkenningum sem veittar eru árlega með Transit Custom Hybrid sem fékk IVOTY 2020 verðlaunin og Ranger vann IPUA 2020.
Ford Transit Custom Plug-In Hybrid og Transit Custom EcoBlue Hybrid, sem er með burðargetu upp á eitt tonn hlutu efsta sætið í flokki sendibifreiða og fengu mikið lof frá nefnd 25 evrópskra bílablaðamanna. Sá bíll sem kom annar í röðinni, var Transit EcoBlue Hybrid tveggja tonna. ´Titillinn núna er örugglega því ánægjulegri fyrir Ford því þetta er í sjötta sinn sem Ford hefur hlotið efsta sætið í IVOTY verðlaununum.
Nýi Rangerinn náði hylli 18 fulltrúa af 25 í dómnefndinni, og bíllinn fékk jafnframt mikið lof fyrir skilvirka 2,0 lítra EcoBlue dísilvélina og frammistöðu hins nýja nýja Ranger Raptor.

„Nýju Transit Custom Plug-In Hybrid og EcoBlue Hybrid gerðirnar eru réttu farartækin á réttum tíma – hjálpa viðskiptavinum okkar að draga úr kostnaði og losun og mæta þeim áskorunum sem fylgja því að starfa í viðskiptaumhverfi nútímans án þess að fórna hagkvæmni eða álagi. Og þessi nýi Ranger okkar er með meiri fágun, tækni og afköst í flokki pallbíla“, segir Hans Schep, framkvæmdastjóri atvinnubíladeildar hjá Ford í Evrópu.
Á 11 mánaða tímabili er Ford áfram í fyrsta sæti í sölu atvinnubíla í Evrópu. Við lok október var Ranger söluhæsti pallbíllinn í Evrópu og er salan alls 43.300 eintök en salan á bílum Transit Custom fjölskyldunni alls 114.000 bílar.
