Mánudagur, 18. ágúst, 2025 @ 21:24
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Heimsins huggulegustu hótelbílar

Malín Brand Höf: Malín Brand
31/03/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
270 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Bíðum nú aðeins við! Hótelbílar… Hvað er það? Jú, sum hótel bjóða gestum bíla til láns fyrir sérstök tilefni og svo geta hótelgestir einfaldlega fengið bíla lánaða án þess að tilefnið sé sérstakt. Hið síðarnefnda er algengara og eru bílarnir ekki af verri endanum!

Rétt er að geta þess að myndirnar eru frá hótelunum sem um ræðir en umfjöllunin er byggð á grein frá 2017 sem birtist á síðunni Architectural Design þannig að árgerðirnar hafa í sumum tilvikum vikið fyrir nýrri. En öll bjóða hótelin upp á bílana sem minnst er á.

Four Seasons Hotel Mílanó og Flórens, Ítalía

1961 Alfa Romeo Giulietta Spider

Ákaflega heillandi bíll, framleiddur í Mílanó af Alfa Romeo, Giulietta Spider árgerð ´61. Þessi bíll er mikilvægur hluti af Toskanapakkaferðinni sem nefnist einfaldlega „Road Trip to La Dolce Vita“. Hið ljúfa líf, ef svo má segja er ferðalag sem hefst á hóelinu Four Seasons í Mílanó, Flórens eða Cap-Ferrat og svo er ekið á milli þessara staða í bílnum fína og gist á hótelum keðjunnar. Maður þarf víst að sofa líka inn á milli.  

The Peninsula Hotels, Hong Kong og á fleiri stöðum

Rolls-Royce Phantom

Hótelið í Hong Kong hefur 14 bíla af gerðinni Rolls-Royce til umráða; eða öllu heldur geta gestir hótelsins notað þá bíla. Reyndar er það svo að fyrir framan hvert og eitt hótel í þessari hótelkeðju er bíll af Rolls-Royce gerð.

Auk nýrra gerða framleiðandans er einn gasalega flottur Phantom II árgerð 1934 sem tilheyrir hótelinu í Hong Kong og hann stendur gestum til boða fyrir sérstök tilefni. Jú, og bílstjóri líka reyndar.

Baccarat Hotel, New York City

1970 Citroën DS

Þetta er svolítið smellið: Að bjóða upp á franska stemningu í bíltúr um Manhattan. Og það í þessum dúnmjúka dúandi DS. Þessi eðalvagn býður gestum á rúntinn ókeypis um næsta nágrenni hótelsins.

Hotel Vier Jahreszeiten Kempinski, München, Þýskaland

Mercedes-AMG GT S

Þeir gestir sem vija taka Autobahn með stæl og njóta þess að gefa hraustlega í geta fengið eitt svona stykki að láni. Hótelið er í námunda við A9 Autobahn og þegar þangað er komið má dúndra í 300 km/klst séu gestir þannig innstilltir þann daginn.

Carmel Valley Ranch, Carmel, Kalifornía

2015 BMW i8

Þetta fer skemmtilega saman: Sveitin og nútímabíllinn. Það er ekki tilviljun að i8 hafi orðið fyrir valinu á sínum tíma á þessum búgarði í Carmel Valley en þar snýst allt um sjálfbærni.

St. Regis, New York City

Bentley Mulsanne

Það getur varla talist annað en ljómandi gott að láta sækja sig á fínum Bentley þegar maður gefst upp á labbinu um New York í steikjandi sumarhita.

The Breakers, Palm Beach, Flórída

Tesla Model X

Þessi stendur gestum hótelsins til boða með bílstjóra svo framarlega sem ekki er farið mjög langt frá hótelsvæðinu.

Ocean House, Watch Hill, Rhode Island

Mercedes-Benz SL55

Þetta hótel er með fínasta bílaflota þar sem málin virðast ekki flækt með bílstjóra eða öðru veseni. Gestir geta einfaldlega fengið blæjubíl og notað eftir þörfum. Jú, og reyndar fleiri gerðir því ekki eru allir spenntir fyrir blæjubílum.

Undirrituð vildi síst spilla ánægjunni með því að nefna einhver verð á herlegheitunum en hægt er að smella á hlekkina og fá sjokkið með því að skoða síður hótelanna.

Þó að bílarnir kosti ekkert aukalega meðan á hóteldvöl stendur er ekki þar með sagt að gistingin sé ódýr. En maður má nú leyfa sér að fara á flakk í huganum í það minnsta!

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Þegar viðskiptavinir segja ekki alla söguna

Næsta grein

Land Cruiser heillar ekki bara mannfólkið

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Hvernig skiptir maður um dekk? Á flugvél…

Hvernig skiptir maður um dekk? Á flugvél…

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.