Hann er enn til sölu
Það verður að viðurkennast að ef ég ætti það fé sem til þarf væri ég búinn að kaupa þessa kerru
Við erum að tala um rétt tæpa 100 þús. dollara sem verður að teljast þokkalegt verð fyrir þennan Mustang Fastback, RestoMod (resto-mod“ er uppgerð á bíl, en með nýrri tækni og íhlutum).
.jpg)
Villidýr
Bíllinn hefur verið gerður upp frá grunni en í honum er 351 kúbika Ford Windsor 8 strokka með álheddi.
Sérsmíðað loftinntakið helypir rúmum 2 lítrum (750 cfm) af lofti á mínútu inná fjögurra hólfa blöndunginn.
Þessi Mustang er sjálfskiptur með 4 gíra MOD kassa sem snýr laufléttu drifskafti úr áli. Níu tommu öxull sem snýst um 3,73 gírhlutfall innan í 4-liða afturfjöðrun sem er með stillanlegum höggdeyfum – segir í létt-þýddu söluyfirlitinu.
Undir bílnum eru síðan 17 tommu American Racing Shelby Cobra felgur. Allt stöffið í bílnum er sett í af einstakri natni og vandvirkni.
.jpg)
Að innan hefur verið sett í bílinn sérsniðin leðurinnrétting þar sem gömlu og nýju hefur verið blandað saman.
Toppgræjur hafa verið settar í bílinn og svo er í honum flott Deluxe stýri líka.
Fastback
Fyrsta framleiðsluár Mustang hjá Ford var árið 1965. Árið 1966 var talsvert merkilegt ár fyrir margra hluta sakir, SR-71 Balckbird Spy þotan var tekin í notkun, Dick Van Dyke Show fór í loftið og það ár voru framleiddir um 35 þúsund Mustang Fastback enda eru þessir bílar eftirsóttir hjá söfnurum um allan heim.
.jpg)
Ford Mustang Fastback árgerð 1966 er án efa með flottari amerískum bílum sem sést hafa. Njótið myndanna.
.jpg)
Hér er linkur á sölusíðu bílsins fyrir þá sem vilja vita meira.
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)