Get ég ekki bara fengið hann með flugi?

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Nú hefur biðtími eftir bílum lengst umtalsvert í kjölfar Covid og stríðs í Evrópu. Kaupendur eru langeygir eftir nýjum bílum sem þeir eiga pantaða. Afhendingartíminn er langur.

Þá liggur beinast við að spyrja: „Get ég ekki bara fengið hann með flugi?”

Ef tímaplanið þitt er þröngt gæti verið gott að fá bílinn með flugi, segir í auglýsingu frá Kuwait International Air Cargo. Þeir eru að fljúga með þetta 15 bíla á viku fyrir þá sem vilja alls ekki setjast inn í aðra bíla en sína eigin.

Flug og bíll hefur allt aðra merkingu hjá okkur Íslendingum en til dæmis þeim í Sádi-Arabíu.

Þessi kostar um milljón dollara og bara í gamaldags gámi.

Ferðaskrifstofur á Íslandi hafa notað þetta „slagorð” um árabil en í Kuwait merkir það að taka bílinn með sér á áfangastaðinn.

Reyndar eru nú ekki allir á því að fljúga gripnum heim. Á myndinni hér að ofan er sennilega 1957 módel af Mercedes Goldwing í gámi. Bíll sem kostar yfir milljón dollara.

Icelandair Cargo býður flutningaþjónustu fyrir bíla, bæði til og frá landinu og er skipað út í Belgíu.

Það þarf ekki að kvarta yfir þröngum sætum hér.

Á vef Icelandair Cargo segir að ekki megi vera meira en 1/8 af eldsneyti á tanknum og að taka verði rafgeyma og rafhlöður úr sambandi.

Autoshippers flytja til dæmis bílinn þinn frá Manchester til Dubai (UEA) fyrir rétt tæpa milljón.

Ef þú ættir til dæmis 2021 árgerðina af ódýrustu týpunni af Bentley Bentayga kostar hún ekki nema um 25 milljónir þannig að flutningskostnaður undir milljón er „pís of keik” eins og sagt er.

Takið eftir gullflögunum í lakkinu á þessum Benz – eða eru þetta rigningardropar?

Svo bjóða flutningafyrirtækin upp á toppþjónustu. Bílnum er pakkað inn eins og afmælisgjöf og yfirleitt strappaður niður þannig að hann hreyfist ekki í flutningsrýminu.

Einnig sjá fyrirtækin sem bjóða upp á flug með bíl alla tengda þjónustu – jafnvel sækja bílinn, alla pappírsvinnu og þú færð kaggann sendan á hótelið á áfangastaðnum.

Þessi Bimmi er merktur Emirates en sérstakur er liturinn.
Nýbónaður Ferrari hér á ferðalagi.
Og hér sést í afturendann á Porsche.
Hér stendur Benzinn á borðum frá Qatar Airways.
Jensen Interceptor kominn um borð.
Þessir Maserati bílar bíða lestunar í Boeing 747. Vélin er meira að segja merkt Maserati.
Ætli vörurýmið sé farrýmisskipt eins og í farþegavélunum?
Ítalskur Zonda.
Rolli í Cargolux.
Mercedes AMG E63.
Hér eru nú bara nokkuð venjulegir bílar á ferð – og flugi!
Eins gott að menn skilji hvor annan í svona flutningum.

Mini Cooper með flugi

Svipaðar greinar