Miðvikudagur, 20. ágúst, 2025 @ 2:52
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Gáfu eyju með 300 íbúa tvo lögreglubíla

Malín Brand Höf: Malín Brand
10/11/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
280 6
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Það er auðvitað dýrðarinnar dásemd að vita til þess að til sé eyja, grísk eyja, sem er gjörsamlega laus við mengun frá bílum. En er það alveg í lagi að lögregla á eyju þar sem íbúar eru 300 talsins hafi tvo löggubíla til umráða? Bara smá pæling svona í morgunsárið.

Á ferðalagi mínu um veraldarvefinn stóra rakst ég á litla grein á spænska bílavefnum motor.es þar sem umfjöllunarefnið er agnarsmár lögreglubíll á voðalítilli grískri eyju. Þetta þótti mér skemmtilegt því að bíllinn sem var á stærstu myndinni í greininni var rafkrílið Citroën Ami.

Citroën Ami er aðeins breiðari en bústin manneskja og kemst á milli húsa á Halki.

Í ljós kom að umfjöllunarefnið var í rauninni ekki þessi tiltekni lögreglubíll (ég var smástund að pússa rykið af spænskunni minni og misskildi eitt og annað í millitíðinni) heldur að að Citroën hefur lagt til sex bíla í umhverfisverkefni á eyjunni. Þar af tvo lögreglubíla.

Verkefnið kallast Gre-Eco og er mjög áhugavert.

Látið öll þessi heiti ekki rugla ykkur í morgunsárið lesendur góðir. Við erum alveg að koma að kjarna málsins. Kjarnanum sem er svo spes að hann jafnast á við rótsterkan kaffibolla (en fáið ykkur samt endilega kaffi líka en gætið þess að sitja þegar framhaldið er lesið).

Einn löggubíll á hverja 150 íbúa

Gríska eyjan Chalki (????? en borið fram Halki) er 28 km2 að flatarmáli. Til samanburðar eru Vestmannaeyjar 16 km2 og Heimaey er 13,4 km2.

Núnú, á Halki búa rúmlega 300 manns að jafnaði en þeim fjölgar yfir sumarið og teljast þá um 330 (samkvæmt veraldarvefnum).

Eitthvað virðist erfitt að telja þessar hræður þannig að tölum ber ekki saman og set ég því inn tvo hlekki hér að ofan. Sjálf hef ég ekki komið til Halki en ef ég færi þangað yrði það mitt fyrsta verk að telja fólkið til að fá úr þessu skorið. Að vetrarlagi helst, því þá eru færri þarna og auðveldara að telja.

Nú hefur bílaframleiðandinn franski, sem fyrr segir, látið lögreglu„liði“ eyjarskeggja í té tvo rafbíla. Það þýðir einn lögreglubíll á hverja 150 íbúa. Að því gefnu að lögreglubíl (eða lögreglubílum) sem var þar fyrir, hafi verið gefið frí. Annars lækkar talan (þ.e. fjöldi lögreglubíla per íbúa, nú eða fjöldi íbúa per lögreglubíl… Ég er af málabraut sko.).

Bílarnir sex frá Citroën. Í miðjunni eru löggubílarnir tveir. Agnarsmáir. Mynd/Citroën.

Fyrst ég notaði Vestmannaeyjar (Heimaey) til samanburðar við Halki þá er vel við hæfi að halda því áfram. Hefðu Vestmannaeyjar orðið fyrir valinu í verkefni sem þessu (græn eyja – vistvænar samgöngur – „núll losun“) og Citroën lagt til lögreglubíla (rafbíla auðvitað) þá hefðu bílarnir orðið tuttugu og níu talsins.  

Íbúafjöldi Heimaeyjar er 4.347 manns og ef maður vill bera þessar litlu eyjar saman þá þyrfti Citroën að leggja til 29 bíla ef um Heimaey væri að ræða en ekki Halki. Þá skilur maður vel að Halki skyldi verða fyrir valinu.  

Af hverju Halki?

Án þess að gert sé lítið úr þessari litlu eyju þá er það nú svo að hún er af ýmsum talin ákjósanleg til að gegna hlutverki „miðstöðvar vistvænna samgangna“ með „núll losun“. Það er auðvitað snilld en á eyjunni er bara einn „alvöru“ vegur. Hann var ekki malbikaður þegar myndir voru teknar þar síðast (fyrir sléttum tveimur árum) fyrir Google Jörð (Google Earth) enda voru myndirnar teknar úr lofti því Google Jarðarbíllinn átti ekkert erindi þangað.

Skjáskot af Halki tekið af Google Jörð. Mynd/GoogleEarth

Þar eru eiginlega engir vegir fyrir hann (Google-bílinn) til að aka eftir. Það er ekki hægt að skoða eyjuna með „Street View“ því það eru engin stræti til að góna eftir.

Nú gætu þessi skrif virst allneikvæð og eiturblandin þar sem undirrituð virðist finna lítilli veglausri grískri eyju allt til foráttu, en það er nú ekki svo heldur er ég einfaldlega gapandi gáttuð á því að þessi staður á jarðarkúlunni hafi orðið fyrir valinu sem „vagga vistvænna samgangna“. Er þetta kannski ein birtingarmynd afbrýðisemi?

Einhvers staðar þarf jú að byrja en það er spes að það sé einmitt á stað sem lítið reynir á samgöngur á landi. Á eyju þar sem bílarnir eru svo fáir að þá má telja á loftmynd. Fólksfjölgun er eiginlega ekki á Halki. Fyrsta barnið sem fæðst hefur þar í hálfa öld fæddist einmitt í júlí 2021.

Eitt sinn (nítjánhundruð-og-snemma) bjuggu nokkur þúsund á eyjunni Halki. Fyrir tíu árum voru íbúarnir 478 talsins. En núna, sem fyrr segir, eru þeir í kringum 300.

Það er ósk mín að þetta verkefni verði öðrum eyríkjum innblástur (alls ekki útblástur) til að hraða orkuskiptum í samgöngum. Sem eyjarskeggi tek ég þetta til mín. Við getum gert betur þó að við stöndum okkur vissulega alls ekki illa.

Er ekki hægt að gera einhverja eyju (þar sem er allavega bíll og helst vegur – ekki Kolbeinsey eða Surtsey) græna? „Núll losunar-eyju“? Ekki til þess að fá „gefins“ löggubíla frá Citroën eða öðrum framleiðendum heldur til að vera forkólfar í umhverfisvænum samgöngum og góð fyrirmynd.

Spyr ég og man þá að best er að byrja á sjálfum sér í stað þess að benda á aðra. Er einhver þarna úti sem tekur að sér að breyta 28 ára gömlum BMW E34 í vetnisbíl…

Fyrri grein

Hjólhýsaklessubílakeppni – hvað er það?

Næsta grein

Beint úr kassanum

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
HERO rallið á Íslandi

HERO rallið á Íslandi

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.