Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 14:55
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Framleiða bíla í stað þeirra sem sukku

Malín Brand Höf: Malín Brand
18/03/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Það er hægara sagt en gert að töfra fram 4.000 bíla í stað þeirra sem fóru niður á hafsbotn með Felicity Ace. Sérstaklega þegar um er að ræða fágæta bíla en það voru nú einmitt allnokkrir slíkir um borð í bílaflutningaskipinu.

?
Fjallað var um ólukkuskipið með lukkulega nafninu Felicity Ace hér en það kom upp eldur í því 16. febrúar og logaði hann í rúma viku. Áhafnarmeðlimirnir 22 björguðust og loks tókst björgunarfólki að slökkva eldinn.

Draga átti skipið nær landi (Azoreyjum) en þá sökk það og með því þeir 4000 bílar sem innanborðs voru. ?

?
Porsche, VW, Audi, Bentley og Lamborghini

Eins og greint var frá hér fyrr í mánuðinum voru á meðal bíla um borð Lamborghini Urus, Aventador (síðustu eintökin sem framleidd voru) og Huracan (alls 85 bílar frá Lamborghini), Volkswagen Golf R, GTI, Arteon, ID.4 (alls um 500 VW), Bentley (189 bílar), Audi (1.800 bílar) og Porsche (1.000 bílar), þar á meðal nokkrar sérútgáfur, t.d. af 911 Turbo S (metinn á 272.000 dollara) og Cayenne Turbo GT (metinn á 193.000 dollara).

Síðasti spölurinn að skipinu fyrir örlagaferðina í febrúar sl.

?
Forstjóri Audi, Markus Duesmann, hefur sagt að ætlunin sé að það muni taka sinn tíma að útvega 1.800 bíla í stað þeirra sem fóru með skipinu en unnið verði að því hörðum höndum.

?
Hvað með sérútgáfur?

?
Sama á við um Porsche og aðra „hefðbundnari“ bíla frá öðrum framleiðendum en þetta mun að sjálfsögðu taka langan tíma. Þá komum við fágætu bílunum. Þar vandast málið og sem dæmi má nefna að blaðamaðurinn og YouTube-arinn Matt Farah átti bíl um borð og ekki verður auðvelt að útvega annan sömu gerðar því hann er sérsmíðaður: Porsche 718 Spyder.

Mynd/Lamborghini

?
Farah sagði í hlaðvarpsþætti að honum byðist nú sambærilegur bíll (notaður) en annar kostur væri sá að bíða eftir að verksmiðjan smíðaði annan bíl fyrir hann.
Forstjóri Lamborghini, Stephan Winkelmann, greindi frá því nú fyrir skömmu að framleiðandinn ætlaði að framleiða 15 eintök af Lamborghini Aventador Ultimae í stað þeirra síðustu 15 sem framleidd voru og fóru með Felicity Ace.  Grunnverð Aventador Ultimae er um 400.000 pund (70 milljónir króna) þannig að þar fór rúmur milljarður í sjóinn.

Lamborghini Aventador Ultimae. Mynd/Lamborghini

Það, að framleidd verði 15 eintök af þessum ofurbíl, er mikið fagnaðarefni fyrir unnendur Lamborghini og ekki síst þá sem höfðu keypt umrædd eintök. Ekki hefur verið sagt hvenær búast megi við að þeirri framleiðslu ljúki en bíllinn sá er með 6.5 lítra V12, 769 hestöfl og fer frá 0 upp í 100 km/klst á 2.8 sek.

Fágætur og fagur. Mynd/Lamborghini

Fyrri greinar um Felicity Ace: 

Skipið sokkið með hátt í 4000 bíla um borð

VW stendur frammi fyrir milljónatjóni

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Bílarnir sem ýmsu breyttu

Næsta grein

Of mikill bjór…

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Of mikill bjór…

Of mikill bjór...

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.