Fjórir Aston Martin bílar í næstu Bond mynd
Aston Martin tilkynnti nýlega hvaða bílar frá þeim myndu rata í næstu Bond mynd sem fengið hefur titilinn No Time To Die en hún verður hvorki meira né minna en 25. myndin um njósnarann breska.

DB5 mun birtast í níunda skiptið og ásamt honum mun V8 Vantage vera fyrir framan vélarnar en hann hefur ekki sést í yfir 30 ár. Hann sást síðast í myndinni The Living Daylights árið 1987.
.jpeg)
Bond mun hinsvegar fá að aka um á Aston Martin Valhalla, en það verður í aðeins annað sinn sem að njósnarinn fær til afnota ofursportbíl með vélina í miðju bílsíns, en sá síðasti var Lotus Esprit úr myndinni For Your Eyes Only sem kom út árið 1981.
Til viðbótar við þessa þrjá mun sá fjórði vera Aston Martin DBS Superleggera. Það kemur ekki á óvart þar sem að Bond karakterinn er vel þekktur fyrir að vera íhaldssamur í sínum skoðunum og vali á bílum. Það að hann skuli velja þennan hefðbundna breska ofursportbíl passar því karakternum vel.
?