Mánudagur, 18. ágúst, 2025 @ 14:16
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Er rafbíllinn þinn eins umhverfisvænn og þú hélst?

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
12/11/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
288 5
0
140
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Er rafbíllinn þinn eins umhverfisvænn og þú hélst?

Gögn sýna að rafbílar í sumum löndum menga meira en ökutæki með brunahreyfli

Þessa dagana stendur yfir loftslagsráðstefna (COP26) á vegum Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi. Rafbílar hafa verið ofarlega á baugi í umræðum á þessari ráðstefnu, ef marka má fréttaflutning, en auðvitað sýnist sitt hverjum.

Við hér á Bílabloggi höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um raunverulega mengun rafbíla, eða öllu heldur hversu mikil mengunin sé í öllu ferlinu; að framleiða rafmagnið, hlaða bílana og nota þá. Hér á landi er ekki mikið komið af haldbærum upplýsingum, en á vef Automotive News Europe í dag mátti lesa frétt frá Reuters, sem tekur aðeins á þessu og skoðar ástandið í Evrópu, og fer hún hér á eftir:

Rafknúin farartæki eru öflugt vopn í baráttunni við hlýnun jarðar, en áhrif þeirra eru mjög mismunandi eftir löndum. Sums staðar menga þau meira en bensíngerðir, samkvæmt greiningu fyrirliggjandi gagna.

Í Evrópu, þar sem sala á rafbílum eykst hraðast í heiminum, er kolefnislosun rafbíla í Póllandi og Kosovo í raun meiri vegna þess að raforkukerfin eru svo háð framleiðslu með kolum, samkvæmt gögnum sem rannsóknarráðgjafarfyrirtækið Radiant Energy Group (REG) tók saman.

Ökumaður rafbíls í Þýskalandi, sem notar blöndu af endurnýjanlegum orkugjöfum og kolum, sparar 55 prósent gróðurhúsalofttegunda, sýndu gögnin. Mynd/Reuters.

Annars staðar í Evrópu er lítur þessi mynd mun betur út, þó að hlutfallslegur kolefnissparnaður fari eftir því hvaðan orkan kemur á raforkunetið og hvenær sólarhrings farartæki eru hlaðin.

Besti árangurinn er í Sviss þar sem orkan er fengin frá kjarnorku- og vatnsaflsvirkjunum. Sviss er með 100 prósent kolefnissparnað miðað við bensínbíla, Noregur er með 98 prósent, Frakkland 96 prósent, Svíþjóð 95 prósent og Austurríki 93 prósent, samkvæmt rannsókninni sem Reuters hefur undir höndum.

Eftirbátar eru Kýpur með 4 prósent, Serbía 15 prósent, Eistland 35 prósent og Holland 37 prósent.

Ökumaður rafbíls í stærsta bílaframleiðslulandi Evrópu, Þýskalandi, sem notast við blöndu af endurnýjanlegum orkugjöfum og kolum, sparar 55 prósent gróðurhúsalofttegunda, sýndu gögnin einnig.

Í löndum eins og Þýskalandi eða Spáni þar sem mikið er fjárfest í sólar- og vindorku þýðir skortur á orkugeymslu fyrir endurnýjanlegu orkuna (rafgeymar) að magn kolefnis sem sparast með því að keyra rafbíl fer mjög eftir tíma dags sem þú hleður.

Hleðsla síðdegis – þegar sól og vindur eru algengari – sparar 16-18 prósent meira kolefni en á nóttunni þegar meiri líkur eru á að netin séu knúin af gasi eða kolum.

Greiningin, byggð á opinberum gögnum frá gagnsæisvettvangi ENTSO-E fyrir flutningskerfisstjóra í Evrópu og Umhverfisstofnun Evrópu (EEA), var kynnt á loftslagsráðstefnunni (COP26) í gær, miðvikudag, rétt áður en samgöngumál voru á dagskrá. Þá höfðu fjölmörg lönd, borgir og fyrirtæki samþykkt að hætta, fyrir árið 2040, allri notkun ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Geta bílaiðnaðarins til að draga úr losun, veltur á því að finna betri leiðir til að kolefnislosa raforkunet og geyma endurnýjanlega orku. Þetta eru áskoranir sem mörg Evrópulönd hafa enn ekki sigrast á.

Lithium ion rafhlöður geta aðeins geymt orku með fullum afköstum í um fjórar klukkustundir, sem þýðir að jafnvel lönd sem fá umtalsvert magn af sólar- og vindorku á daginn eiga í erfiðleikum með að halda henni „í geymslu“ svo hún sé til taks fyrir hleðslu á nóttunni.

Misræmi fótspora

Þangað til samræmd, kolefnislítil orka verður fáanleg á svæðinu, þurfa ökumenn rafbíla að minnka kolefnisfótspor sitt og verkfræðingar sem hanna hleðslumannvirki verða að taka tillit til þessa misræmis, sögðu þýskir og bandarískir vísindamenn hjá REG.

„Rafmagn hefur getu til að kolefnislosa samgöngur á þann hátt sem brunahreyflar munu aldrei gera,“ sagði vísindamaðurinn Sid Bagga.

„En kolefnisáhrif rafvæðingar eru mjög mismunandi eftir orkusamsetningu lands… Lönd verða að taka upp trúverðugar og framkvæmanlegar aðferðir til að losa raforku ef umskipti yfir í rafbíla eiga að skila árangri“

Mismunur í losun milli rafknúinna og bensínknúinna farartækja hefur minnkað á undanförnum árum þar sem bílaframleiðendur vita að þeir þyrftu að uppfylla kolefnisminnkunarmarkmið ESB á sama tíma og þeir selja meirihluta bíla með brunahreyfli og gera vélar þeirra sparneytnari. Ljósmynd af vef EV Charge Plus.

Fyrir vikið lækkaði kolefnisstyrkur útblásturs nýskráðra bensínknúinna bíla í Evrópu að meðaltali um 25 prósent á milli áranna 2006 og 2016, samkvæmt upplýsingum frá EES.

Sala á rafbílum í Evrópu er knúin áfram af ríkisstyrkjum og reglugerðum gegn nýjum brunahreyfilsbílum frá 2035. Einn af hverjum fimm seldum bílum í Evrópu á síðasta ársfjórðungi var rafknúinn og ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young gerir ráð fyrir að sala á útblásturslausum gerðum verði meiri en af gerðum með brunahreyfla af heildartölum fyrir árið 2028.

Bílaframleiðendur, þar á meðal General Motors, Stellantis og Volkswagen Group, hafa sett sér markmið um að selja að mestu eða eingöngu rafbíla í Evrópu á næstu árum; GM hefur skuldbundið sig til rafknúins framboðs á Evrópumarkaði fyrir árið 2022 og VW stefnir á 70% sölu á rafbílum fyrir árið 2030.

Rannsókn REG var byggð á gögnum frá 1. janúar til 15. október 2021. Hún bar saman losun rafbíls og bensínbíls á hverja 100 km. Annars vegar þá losun sem verður við hleðslu rafbíls (með sambærileg afköst og Tesla Model 3) og hins vegar losun við akstur meðalstórs bensínbíls.

Löndin, þar sem hleðsla rafknúins farartækis er yfir 85 prósent hreinni en að keyra bensínknúinn bíl, virðast vera þau sem hafa stöðugan og kolefnissnauðan orkugjafa; nefnilega vatnsafl eða kjarnorku.

Hvað sem því líður eru engar ófrávíkjanlegar eða algildar reglur innan ESB um hvaða orkugjöfum (og á hvaða tíma) fylgja minnstu kolefnisbirgðirnar: til dæmis blæs vindur meira á nóttunni í Svíþjóð en að degi til.

Við hleðslu rafbíls á Írlandi, sem fær 46 prósent orkunnar úr endurnýjanlegum orkugjöfum, sparast nokkurn veginn sama hlutfall af kolefni og í Moldóvu, þar sem 94 prósent orkunnar koma úr gasi, leiddi rannsóknin í ljós, vegna þess að vara-jarðefnaeldsneyti Írlands er kolefnisfrekara.

„Írland framleiðir meira magn af núllkolefnisrafmagni en Moldóva – en það fær líka um 13 prósent af raforku sinni úr olíu (sem er 1,8 sinnum óhreinna en gas), 9 prósent úr kolum (2,3 sinnum óhreinna en gas) og 3 prósent úr mó (2,6 sinnum óhreinna en gas),“ sagði Bagga.

(REUTERS/Ralph Orlowski – Automotive News Europe)

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! 

Fyrri grein

Hvaða Bond-græju myndir þú velja?

Næsta grein

Einn af tólf Dodge Challenger, árgerð 1971

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Einn af tólf Dodge Challenger, árgerð 1971

Einn af tólf Dodge Challenger, árgerð 1971

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.