Ekkert stress en flýttu þér nú samt!

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Það er ekki gott að segja hvað mennirnir eru nákvæmlega að gera en þessi viðgerð á trukki úti á götu í allri umferðinni er ótrúlega hressandi að horfa á og um leið stressandi. Brotinn öxull er eitt en þetta hér er eitthvað stjarnfræðilega sturlað!

Aðferðirnar eru, tjah, óhefðbundnar skulum við segja en þessir reffilegu herramenn eru algjör milljón! Jafnvel tvær milljónir. Ég myndi til dæmis ekki hika við að ráða þá sem veislustjóra.

Verkstæðið er þar sem hamarinn er. Skjáskot/YouTube

En þetta ökutæki! Hvað er þetta? Hringleikahús, sirkustjald, götusópur? Skiptir kannski ekki öllu en þetta myndband er góð vísbending um hversu margt menn geta gert á inniskónum (já eða ilskóm).

Oft velta margir karlar þungu dekki. Eða var það ekki annars þannig? Skjáskot/YouTube

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar