Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:54
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bílabækur á íslensku

Haraldur orn Arnarson Höf: Haraldur orn Arnarson
09/12/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 7 mín.
328 14
0
163
DEILINGAR
1.5k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Bílabækur á íslensku

Þar sem Íslendingar eru bæði bíla- og bókaþjóð er ekki úr vegi að fjalla aðeins um þær bílabækur sem gefnar hafa verið út á íslensku. Eftir miðja síðustu öld voru gefnar út nokkrar bílabækur hér á landi og má m.a. nefna Hver á bílinn árið 1946, 1956 og 1959, en þessar ágætu handbækur innihéldu yfirlit yfir eigendur skráðra ökutækja, auk margvíslegra upplýsinga um viðhald bíla og umhirðu þeirra. Árið 1947 kom Jeppabókin út, en hún var íslensk þýðing á eigendahandbók Willys CJ-2, en þeir voru fluttir inn þúsundum saman á árunum eftir stríð.

Á þeim árum voru Íslendingar ekki eins sleipir í ensku og síðar varð og því var full ástæða til að gefa handbókina út á ylhýra málinu og það í vönduðu bandi.

?Bíllinn eftir Jóhann Rönning kom út árið 1952, en hún var viðgerðahandbók fyrir bíleigendur, ekki ólík samnefndri bók eftir Guðna Karlsson sem kom út nokkrum áratugum síðar og margir muna eflaust eftir.

Fyrsta íslenska bílasöguritið kom út árið 1956, en það var Bifreiðir á Íslandi 1904–1930 eftir Guðlaug Jónsson lögregluþjón, sem síðar var endurútgefin af Bílgreinasambandinu árið 1983.

Á svipuðum tíma kom út lítið kver eftir Kristin Snæland leigubílstjóra, Bílar á Íslandi 1904–1922. Síðan gerðist fátt markvert fyrr en á nýrri öld þegar neðangreindar bækur komu út.

Í tilefni af 100 ára bílsins á Íslandi 2004 tóku Örn Sigurðsson landfræðingur og Ingibergur Bjarnason verslunarmaður saman bókina Íslenska bílaöldin árið 2003, en hún byggir að stórum hluta á viðamiklu ljósmyndasafni Bjarna Einarssonar frá Túni á Eyrarbakka og úrklippusafni sonar hans Ingibergs. Bókin er 312 bls. að lengd, einstaklega vel upp sett með yfir 1000 ljósmyndum og rekur sögu bílsins á Íslandi áratug fyrir áratug alla 20. öldina.

Þetta er mest selda íslenska bílabókin, en hún var prentuð í yfir 5000 eintökum og er löngu uppseld.

Bókin Saga bílsins á Íslandi 1904-2004 eftir Sigurð Hreiðar Hreiðarsson kom út í nóvember 2004 í tilefni af 100 ára sögu bílsins á Íslandi. Hugmyndin var sú í fyrstu að Bílgreinasambandið stæði að útgáfu bókar um efnið og í framhaldi af því var stofnað fyrirtæki um útgáfuna með tilstyrk allra bílaumboða, olíufélaganna, tryggingafélaganna og fleiri fyrirtækja

Sigurður Hreiðar er sá Íslendingur sem fyrstur manna sérhæfði sig í því að skrifa reglulega um bíla í fjölmiðla og hefur lengstan starfsaldur á því sviði.

20. júní 2004 var öld liðin frá því fyrsti bíllinn kom til Íslands. Bókin rekur upphaf bíla og bílaaldar á Íslandi og baráttuna sem þá stóð milli bíla eða járnbrauta. Fylgst er með þróun bílaumboða á Íslandi og umbrotum í bílainnflutningsmálum. Sagt er frá einstæðri björgun 100 vörubíla úr strandi við suðurströndina og frá bílunum sem herir bandamanna skildu eftir hér á landi eftir heimsstyrjöldina síðari. Gefin er hugmynd um útbreiðslu bílsins um landið og þrautseigju frumherjanna í því efni. Fjallað er um þá þróun í flutningatækni sem gert hefur bílinn allsráðandi flutningatæki á Íslandi nú til dags. Allt kryddað með áhugaverðum og lifandi frásögnum. Nær 400 myndir eru í bókinni, þar af um 300 sem ekki hafa áður birst opinberlega

Bókin Bílar í máli og myndum er samprentsbók sem upphaflega kom út á ensku hjá breska útgefandanum Dorling Kindersley árið 2011 og ári síðar í íslenskri þýðingu hjá Forlaginu. Hún leiðir lesandann á myndrænan hátt í gegnum sögu bílsins og fjallar um rúmlega 1200 bíla af öllum stærðum og gerðum, margbreytilegar vélar, sögu ástsælustu tegundanna og mennina á bak við þær, svo vitnað sé beint í baksíðutexta bókarinnar. Líkt og með flestar breskar bílabækur hallar örlítið á aðrar þjóðir í bókinni, en þó hefur íslenska ritstjóranum tekist að lagfæra ýmislegt, eins og glöggt má sjá ef enska og íslenska útgáfan eru bornar saman. Þessa ágætu og vel hönnuðu 360 blaðsíðna bók má kaupa á heimasíðu Forlagsins.

Bókin Króm og hvítir hringir er 440 blaðsíðna stórvirki eftir Örn Sigurðsson sem kom út árið 2014 og rekur á einstakan hátt sögu helstu bílategunda liðinnar aldar. Þróun þeirra birtist lesandanum á ljóslifandi hátt á yfir 700 myndum sem sýna glæsilega bíla, einstæðar línur þeirra, fjölbreytt mælaborð og margvíslegar vélar. Hér finna allir bílaáhugamenn eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir aðhyllast glæsikerrur kreppuáranna, litskrúðuga krómvagna eftirstríðsáranna eða kraftabíla sjöunda áratugarins.

Í þessari bók er fjallað um 18 bílategundir sem allar eiga það sammerkt að hafa verið á götum og vegum Íslands í gegnum tíðina.

Það kemur ekki á óvart að 15 þeirra eru amerískar, en hinar þrjár evrópskar, enda voru þeir bandarísku í miklum meirihluta hérlendis á gullaldarárum bílsins. Bókin ætti að vera til í hillum allra bílaáhugamanna, en hún var prentuð í stóru upplagi og er ennþá fáanleg á heimasíðu Forlagsins.

Árið 2016 kom út eiguleg bók með heitinu Gullöld bílsins eftir Örn Sigurðsson, en hún fjallar um bílana sem risarnir þrír í Detroit; General Motors, Ford og Chrysler, framleiddu á árunum 1946 til 1960.

Eins og flestir bílamenn vita umbreyttust bílar á þessum byltingarárum og hafa menn aldrei orðið vitni að öðrum eins útlitsbreytingum á einum og hálfum áratug.

Bókin rifjar þetta minnisstæða tímabil upp með yfir 400 myndum af flottustu bílunum og auglýsingunum sem notaðar voru til að kynna þá. Greint er frá því helsta sem gerðist á þessum árum og stiklað á stóru í sögu framleiðendanna. Sjá á vef forlagsins.

Bókin Sígildir bílar í máli og myndum kom út hjá Forlaginu árið 2017, en hún er samprentsbók frá Dorling Kindersley og fjallar um fornbíla áranna 1946 til 1990. Þar gefur að líta marga af glæsilegustu og byltingarkenndustu bílum sögunnar, allt frá sportbílum til alþýðuvagna. Hér er um einstaklega eigulega og vel uppsetta bók að ræða. Sjá á vef forlagsins.

Bókin Auðnustjarnan eftir Örn Sigurðursson kom út hjá Forlaginu árið 2017, en hún rekur sögu Mercedes-Benz allt frá árinu 1886 með yfir 400 myndum af glæsivögnum jafnt sem smábílum, sem allir eiga það sameiginlegt að vera framleiddir af yfirburða kunnáttu og vandvirkni.

Í bókinni er sérstakur kafli helgaður langri og farsælli sögu Mercedes-Benz á Íslandi, sérstaklega brautryðjandans Ræsis, sem varðveitti margar myndir í safni sínu frá árdögum auðnustjörnunnar á Íslandi, m.a. af fyrstu bílasýningunni árið 1954, sem markaði innreið nútíma bílasölu á Íslandi.

Uppsetning bókarinnar er til fyrirmyndar, en í öllum köflum hennar eru sérstakir söguplattar sem gera hana einstaklega læsilega og upplýsandi. Er vonandi að fleiri bækur um aðrar bílategundir í þessu formi eigi eftir að koma út á næstu árum. Sjá á vef forlagsins.

Bókin Kraftabílar eftir Örn Sigurðsson kom út hjá Forlaginu árið 2019, en hún er tileinkuð hestaflastríðinu mikla á árunum 1964–1974, þegar General Motors, Ford, Chrysler og American Motors háðu gríðarlega baráttu um hylli ungra og hraðaþyrstra ökumanna, kapphlaup sem átti eftir að stigmagnast allt þar til bensínkreppan mikla brast á og batt enda á ævintýrið. Er þetta minnisstæða tímabil rifjað upp með meira en 500 myndum af fjölbreyttum bílum ásamt margvíslegum fróðleik.

Fjallað er um bíla í öllum hestaflaflokkum, allt frá hófstilltum fjölskyldusportbílum upp í öflugustu kraftabíla sögunnar og birtar tæknilegar upplýsingar um vélarstærðir þeirra, afl og afköst.

Sérstakur kafli er helgaður kraftabílum á Íslandi. Þetta er einstaklega vel hönnuð og eiguleg bók sem mælt er með að allir sannir bílamenn eigi í bókahillu sinni. Sjá á vef forlagsins.

Fyrri grein

Nýr Mazda smábíll á grunni Toyota

Næsta grein

Renault Zoe fékk núll

Haraldur orn Arnarson

Haraldur orn Arnarson

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Spes bílar og graff á Nürburgring 2021

Spes bílar og graff á Nürburgring 2021

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.