Audi e-tron fær 5 stjörnu bandaríska NCAP einkunn
Audi e-tron hefur fram að þessu fengið hæstu öryggiseinkunn frá NCAP í Bandaríkjunum, NCAP í Evrópu og IIHS sjálfstæðri tryggingastofnun fyrir öryggi á þjóðvegum í Bandaríkjunum.
Það kom væntanlega fáum á óvart að Audi e-tron náði fimm stjörnu heildaröryggismati í mati á nýjum bílum hjá Umferðarstofu Bandaríkjanna (National Highway Traffic Administration (NCAP)).
Með toppöryggiseinkun frá IIHS (Top Safety Pick+) og annarri 5 stjörnu útkomu í Euro NCAP, má því slá því föstu að e-tron sé mjög öruggur bíll – eins og búast mátti við með hliðsjón af stærð, þyngd og miklu öryggiskerfi.

Niðurstöður:
„Audi e-tron árgerð 2019, fyrsta bíll Audi sem eingöngu notar rafmagn, hefur fengið hámarksútkomu, fimm stjörnur, í nýjustu prófunum hjá bandarísku umferðaröryggismálastofnuninni fyrir þjóðvegi á nýjum ökutækjum. Prófanir NCAP á ökutækju felast í í árekstrarprófum, þar á meðal á framenda, hlið og veltiprófum. Þessar þrjár prófanir eru dæmigerðar fyrir meirihluta árekstra og slysa á þjóðvegum í Bandaríkjunum“.
Helstu punktar Audi e-tron:
„Meðal framúrskarandi eiginleika sem eru í boði á Audi e-tron, eru að e-tron er með sem staðalbúnað „Audi pre sense®“, sem getur hjálpað til við að undirbúa ökutækið fyrir högg með því að byrja að loka hliðargluggum og þaki og forspenna öryggisbeltin að framan“.
„Að auki er boðið upp á sem staðalbúnað sjálfvirka neyðarhemlun sem hluta af „Audi pre sense®“ fyrir framendann. Með því að nota myndavél að framan getur e-tron hjálpað til við að hefja hemlun á allt að 83 kílómetra hraða fyrir uppgötvaða gangandi og hjólandi hjólreiðamenn fyrir framan ökutækið og getur komið ökutækinu á fullt stöðvun þegar ekið er á undir 56 kílómetra hraða miðað við IIHS prófanir“.
