Alfa Romeo mun smíða 1.000 hestafla keppinaut við BMW M5
Alrafmagnaður fólksbíll Alfa Romeo mun nota þriggja mótora uppsetningu frá Maserati
Alfa Romeo hefur ekki framleitt stóran lúxusbíl síðan 166 fór úr framleiðslu árið 2007, en ítalska fyrirtækið mun snúa aftur í geirann með rafmagnsframboð árið 2027 og hann verður með sportlegri Quadrifoglio úrvalsútgáfu.
Í samtali við Auto Express við Jean-Philippe Imparato, forstjóra Alfa Romeo, sagði hann að vörumerkið myndi búa til stóran fólksbíl til að vera stærri bróðir væntanlegrar Giulia EV.
„Árið 2027 komum við á markað með bíl í E-stærðarflokki [executive saloon] sem mun verða ætlaður fyrir Norður-Ameríku, Evrópu og fyrir Stellantis hópinn, vegna þess að E-hlutinn er ekki algengur í Stellantis.
Þessi fólksbíll mun eiga sér marga keppinauta þegar hann kemur á götuna, einkum væntanlega BMW i5, Audi A6 e-tron og Mercedes EQE.
Alfa Romeo gæti þó haft betur og sigrað alla hvað varðar afköst, með „STLA Large“-grunninum frá móðurfyrirtækinu Stellantis sem gerir ráð fyrir rafhlöðustærð allt að 118kW.
Við gerum ráð fyrir að hin sportlega Quadrifoglio gerð noti þriggja mótora uppsetningu – svipað og í Maserati GranTurismo Folgore.
„Quadrifoglio útgáfan mun hafa um 1.000 hestöfl með 800V skipulagi“, sagði Imparato.
Auto Express sýnir með fréttinni mynd frá Avarvarii sem sýnir hvernig þeir telja að nýi stóri fólksbíllinn muni líta út.

Imparato varpaði einnig ljósi á neðri þrep útgáfurnar og sagði „grunngerðin mun hafa 350 hestöfl og grunngerðin Veloce um 800 hestöfl.
Allt er niðurnjörfað þegar kemur að hönnun. Við teljum um 18 mínútna endurhleðsla [fyrir 80 prósent áfyllingu] verði til staðar.
Alfa Romeo verður sá fyrsti innan Stellantis til að afhjúpa þetta nýja skipulag“.
Hvað varðar drægni gaf Alfa Romeo stjórinn til kynna áætlað 700 km hámark fyrir grunngerðina.
Frammistöðumiðaði Quadrifoglio-bíllinn mun vissulega bjóða upp á lægri tölu en þetta.
Þó að nýi bíllinn sé langt frá framleiðslu er líklegt að verðlagning verði samkeppnishæf á bílum eins og Mercedes EQE.
Hins vegar má búast við að verð fyrir stóra „stjórabílinn“ hækki á næstu fimm árum.
STLA Large-grunnurinn ætti líka að ryðja brautina fyrir stóran sportjeppa einhvern tíma. Imparato sagði að fólksbíllinn ætti að vera í fyrsta sæti, „því þegar þú horfir á rafbíls líturðu á drægni“, sem bendir til þess að betri drægni fólksbílsins muni vera betri kynning á stóra rafbílahlutanum frekar en á sportjeppa.
(frétt á vef Auto Express)