AI:ME – rafbíll frá Audi fyrir stórborgir sem keyrir sjálfur
Í aðdraganda bílasýningarinnar í Shanghai sem byrjar í þessari viku sýndi Audi nýjan hugmyndabíl fyrir framtíðina: AI: ME, rafbíll sem notar eingöngu rafmagn og er ætlaður til að aka sjálfur á til þess ætluðum á svæðum stórborga sem eru ætluð fyrir sjálfkeyrandi bíla.
Bíllinn er 4300 mm á lengd, svipaður á lengd og Audi A3 en stærð farþegarrýmis er nær venjulegum millistærðarbíll vegna þess að hann er stuttur og enginn miðjustokkur í farþegarýminu.

Innanrými hugmyndabílsins er hannað til að vera þægilegt en farþegum bílsins verður ekið um borgina í sjálfkeyrandi stöðu. Hann er með „sjálfkeyrslugetu“ á stigi 4, sem þýðir að hann getur ekið sjálfur í flestum tilvikum, en ökumaðurinn getur tekið við stjórninni ef svo ber við.

Stórar hliðarhurðir opnast í gagnstæða átt til að auðvelda að komast inn og út.
Hugmyndin gerir ráð fyrir framtíð þar sem hluti borganna er með svæði fyrir sjálfstæðan akstur með því að nota alþjóðlegt staðsetningarkerfi eða útvarpsgreiningu til að leyfa bílum að keyra sjálfstætt. Utan svæðisins myndi hugbúnaður sjálfkrafa slökkva á sjálfstýringu. Utan sértæka „sjálfkeyrslusvæðisins“ mun ökumaðurinn stýra bílnum.

Þegar ekki er verið að nota stýrið fellur það á bak við plötu úr valhnotu sem einnig er hægt að nota sem borð til að vinna eða borða. Bíllinn er einnig með segulmagnað borð í miðjustokknum til að halda disum og bollum með málmbotni.
Innanrými bílsins notar blöndu af endurunnu efni, tré og fleiri tæknilegum efnum. Viðarklæðning meðfram þaki er með klifurplöntum sem fá að vaxa og færa náttúruefni inn í bílinn. Plöntur og eiginleiki þeirra til lofthreinsunar eru sérstaklega metin í Kína, þar sem loftgæði eru oft léleg.

Þrátt fyrir samhæfa hönnun sýnir AI: ME að rúmgóður, en lítill bíll þarf ekki að líta illa út, sagði Audi.
Audi tilgreinir ekki á hvaða grunni AI: ME er smíðaður en allri rafbílar í framtíðinni munu væntanlega nota MEB rafmagnsgrunni frá Volkswagen Group.
Audi kynnti Q4 e-tron hugmyndabílinn, sem er framtíðarhugmynd að sportjeppa með því að nota MEB-grunnplötuna á bílasýningunni í Genf í mars.
Nú þegar er búið að bera AI: ME saman við Audi A2 sem var ætlað að endurvekja sölu lítilla bíla frá Audi en hvarf af markaði árið 2005 eftir dræma sölu.
Hönnun Al:ME var búin til með sjónrænum tenglum við hugamyndabíl Audi, AIcon frá árinu 2017 hugtakið, sem sýndi hugmynd um lúxusfólksbíl. Audi sagði að svipaðar hönnunarþættir væru hér til staðar með langan boga þaksins og hliðarglugganna sem breyta um horn þegar þeir nálgast þakið.

Atriði eins og stórar 23 tommu felgur og stærri hjólbogar undirstrika frekar öflugt útliti, að sögn Audi. „AI“ í nafni bílsins stendur fyrir „artificial intelligence” eða gervigreind.
AI: ME bíllinn er ekki hannaður fyrir hraðakstur en í staðinn virkar hann með skilvirkni á milli 20 km/klst og 70 km/klst. 65 kílówatta rafhlaða sendir straum til rafmótors sem er 168 hestöfl.
AI: ME er þriðji bíllinn af nýjustu framsæknu hugmyndabílunum frá Audi fyrir framtíðina á eftir hugmyndabílunum AIcon og PB18 sportbílnum sem voru sýndir á síðasta ári. Audi hefur lofað að fjórði hugmyndabíllinn í sömu seríu muni birtast á bílasýningunni í Frankfurt í september, án þess að fara í fleiri smáatriði.
