Föstudagur, 10. október, 2025 @ 22:34
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Að standast bifreiðaskoðun 101

Malín Brand Höf: Malín Brand
12/04/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 6 mín.
285 15
0
143
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Að standast skoðun 101

Byrjum á hrollvekjandi fullyrðingu sem því miður er ekki fullyrðing út í bláinn heldur bláköld staðreynd: Rúm 35% fólksbíla í Bretlandi komast ekki í gegnum bifreiðaskoðun í fyrstu atrennu. Þetta eru um 14 milljónir skráðra bíla af 40 milljónum.

Þetta er agalega hátt hlutfall. Hvernig ætli þetta sé hér á landi? Það er nú það. Ekkert efni virðist  aðgengilegt hvað þetta varðar en fyrirspurn hefur verið send til Samgöngustofu.

Þess vegna höldum við okkur á Bretlandseyjum. Þar breyttust áherslurnar nokkuð í maí 2018 þegar reglugerðarbreytingar tóku gildi og umburðarlyndi var tekið út úr jöfnunni með það að markmiði að fækka stórhættulegum skrjóðum í umferð.

Samkvæmt frétt sem birtist í janúar á vef BBC var um helmingur ökutækja sem lögreglan í Northumbria stöðvaði í slembiúrtaki með alvarlegar bilanir. Svo alvarlegar að ökutækin voru beinlínis hættuleg í umferðinni. Dauðagildrur á hjólum.

Núnú! Þetta var smá inngangur að því sem ég kýs að kalla „101“ eða einfaldlega grunnatriði sem hafa má í huga áður en farið er með bílinn í skoðun. Skrifað fyrir þá sem ekki hafa mikla reynslu af bílaviðgerðum og þess háttar.

Þið sem eruð sérfræðingar eða mjög vel að sér í bílaviðgerðum ættuð að finna eitthvað annað á síðunni til að lesa (nóg af efni til sko!). Það er nefnilega ekkert eðlilega leiðinlegt að skrifa grein um hvernig á að gera eitthvað og einu viðbrögðin eru: „Möööööö, þetta vita nú allir.“ Eða: „Hvaða bjánalegu ráð eru þetta?“

Hvað er það sem helst kemur í veg fyrir að bíll standist skoðun?

Lítum nánar á hvers eðlis almennar bilanir eru út frá því sem segir á bráðskemmtilegum vef er nefnist ScrapCarNetwork.org. Þessi upptalning á ekki við um Bretland eingöngu heldur er þetta nokkuð almenn upptalning á atriðum sem algengt er að komi í veg fyrir að ökutæki rúlli í gegnum skoðun athugasemdalaust eða án alvarlegra athugasemda.

Skalladekk

Varasöm dekk eru virkilega lúmskur skrambi. Þau geta komið manni í koll með ýmsum hætti. Fyrst minnst er á „koll“ þá er óhætt að byrja á Yul Brynner:

Leikarinn Yul Brynner. Mynd/Wikipedia

Yul Brynner (1920-1985) var leikari sem hafði lítið með dekk að gera en þó eru dekk oft nefnd „í höfuðið“ á honum því karlinn var nauðasköllóttur. Að aka um á „yul brynner“ vísar aðeins til eins: Að aka á gauðslitnum skalladekkjum. Vont mál og eitthvað sem ber að forðast í lengstu lög, allra hluta vegna.

Aðrar dekkjaógnir

Hætturnar eru fleiri hvað dekk varðar því ekki er heldur gott að í dekkjum sé of mikill loftþrýstingur eða of lítill; þetta þarf einfaldlega að vera rétt.

Dekk með sprungur (skorpin dekk), margbætt eða með grunnu mynstri – allt eru þetta merki um að betur þurfi að huga að „fótabúnaði“ bílsins. Krónuprófið eða „penny tyre test“ er sniðugt en þar notar maður krónu til að sjá dýpt mynsturs dekkjanna og nánar um það hér.

Penny, króna, aur; skiptir ekki öllu. Mynd/Wikipedia

Bremsuvökvi, vélarolía og annað gutl sem lekið getur af bílnum

Alls kyns vökvar eru í bílnum og hefur hver þeirra sinn afmarkaða tilgang. Maður pælir ekki sérlega mikið í þessum vökvum dags daglega nema ef vera skyldi eldsneytið. En flestir þessir vökvar eru bráðnauðsynlegir og ef eitthvað lekur ætti að bregðast við því!

Í sinni einföldustu mynd má kanna hvers kyns vökvi lekur af bílnum (þ.e. ef mann grunar að einhver leki sé) með því að setja pappaspjald undir bílinn.

Þetta er nú hægara sagt en gert því við búum jú á Íslandi og pappadraslið fýkur í 95% tilvika sé þetta gert utandyra. Hefur maður nú aldeilis gengið um hverfið í leit að útflöttum pappakassa með olíubletti á.

Nú, þá er bara að setja grjót á pappann og muna að fjarlægja það áður en maður blússar af stað. Annars er það ágæt leið til að vakna á morgnana; að göslast yfir múrsteina eða grjót, sprengja dekk og komast að því að pappaspjaldið er eins og litskrúðugt málverk í anda Picasso þar sem vökvar í ýmsum litum hafa lekið úr bílnum.

Best að missa sig ekki í samlíkingunum en ég sá þetta bara svo fyrir mér. Ekki af reynslu sko… ehemm! Eða þannig. Jæja, í það minnsta þá er næst á dagskrá „litgreiningin“ á sullinu á pappanum, ef eitthvert er:

Gulleitur blettur gæti bent til þess að bremsuvöki leki af drossíunni eða að hundur nágrannans hafi létt á sér. En eftir því sem guli liturinn er dekkri, þeim mun alvarlegri er vandinn (þ.e. ef þetta er komið frá bílnum – veit ekki nóg um hunda enda áttu þeir aldrei að blandast inn í málið).

Brúnleitt sull: Vélarolía. Ekki gott en þó ekkert óeðlilegt ef um fornbíl er að ræða og sullið er ekki mjög mikið.

Það er lítið vit í að hella stöðugt einhverju á bílinn ef það lekur af honum um leið. Mynd: Unsplash

Svo eru það aðrir vökvar eins og kælivökvi og rúðuvökvi. Það er ekkert sniðugt ef nokkuð af þessu lekur því til hvers að setja þetta á bílinn ef það gusast af honum aftur. Ekki gott fyrir neinn. Síst bílinn og umhverfið. Svo hef ég heyrt að nágrannar í fjölbýlishúsum (sem deila bílastæðum) séu frekar fúlir út af svona löguðu. Eigi maður gamlan bíl (hef sjálf aldrei prófað annað) þá er maður sjálfkrafa talinn sökudólgur hvað alla olíubletti á bílastæðinu snertir.

Nema hvað! Ef bíllinn heldur engu „inni“ þá er tímabært að gera eitthvað í málunum. Til dæmis að fara með bílinn á verkstæði eða í þar til gerða endurvinnslu.

Slappar og stórvarasamar bremsur

Það er sennilega algjör óþarfi að hafa mörg orð um mikilvægi þess að geta stöðvað bílinn. Bremsur eru bráðnauðsynlegar og ef við notum þær ekki þá erum við fljótlega úr leik. Að bera kennsl á bremsuvesen er auðvitað í fyrsta lagið hið augljósa; Bíllinn stoppar ekki þegar stigið er á bremsufetilinn.

Mynd/Unsplash

Annars eru það andstyggileg hljóð sem berast manni til eyrna.

Fetillinn (pedalinn) víbrar og gengur hrossalega til þegar stigið er á hann.

Brunastybba frá hjólabúnaði.

Og auðvitað hið óumflýjanlega viðvörunarljós í mælaborðinu: Bremsuljósið.

Jæja, það þýðir ekkert hangs hér. Þessi hrútleiðinlegu atriði sem ég hef tínt hér til eiga það sameiginlegt, fyrir utan að vera hrútleiðinleg, að kalla á viðgerð sem ekki er ódýr. Sum okkar geta gert við sjálf en það dugar ekkert „skítamix“ til að koma bíl í gegnum skoðun. Á því tapa allir enda vilja fæstir hafa stórhættulegar tifandi tímasprengjur í umferðinni, ekki satt?

Mynd/Unsplash

Svo má alltaf fá sér reiðhjól ef þetta er ábyrgð sem fólki finnst of mikil.

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Þar sem bensínlítrinn kostar 4 krónur

Næsta grein

Nýtt útspil Tesla: Stærri rafhlöður, lægri kostnaður

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Næsta grein
Nýtt útspil Tesla: Stærri rafhlöður, lægri kostnaður

Nýtt útspil Tesla: Stærri rafhlöður, lægri kostnaður

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.