Föstudagur, 10. október, 2025 @ 20:49
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

BYD kynnir lúxus rafbílavörumerki með ofursportbíl og alvöru jeppa

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
09/01/2023
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
270 17
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

BYD kynnir lúxus rafbílavörumerki með ofursportbíl og alvöru jeppa

Nýtt vörumerki BYD sem kallast Yangwang fylgir alþjóðlegum úrvalsmerkjum eftir með U9 coupé-sportbíl og U8 jeppa sem er tilbúinn í torfærur

BYD hefur afhjúpað fyrstu tvær gerðir af nýju Yangwang úrvals rafbílavörumerkinu sínu og segir að þær muni keppa við gerðir hefðbundinna lúxusbílaframleiðenda eins og Audi, BMW og Mercedes-Benz – verð á að byrja á um einni milljón júana (um 21 milljón ISK) þegar sala hefst í Kína síðar á þessu ári.

BYD U8-jeppinn.

Fyrirtækið í Shenzhen afhjúpaði U8, harðkjarna torfærubíl í formi Mercedes-Benz G-Class  eða Land Rover Defender, og U9, sem er öflugur sportbíll sem líkist Audi R8-sportbílnum.

BYD U9-sportbíllinn

Nýju rafbílarnir tveir eru óaðskiljanlegur hluti af viðleitni BYD til að víkka framboð sitt og verða alþjóðlegur bílaframleiðandi með tilboð í öllum bílaflokkum, eftir metsölu á kínverska markaðnum undanfarna 12 mánuði.

Stærsti framleiðandi rafbíla í Kína 2022

BYD er rétt búnir að stinga niður fæti hér á landi, með BYD T3 sendibílnum sem Vatt, dótturfyrirtæki Suzuki bíla selur.

Við vitum að BYD hefur ákveðið að sækja fram með fólksbíla sína á Evrópumarkaði, „tríó fólksbíla Atto 3, Tang og Han, og væntanlega er þetta aðeins spurning um tím hvenær þeir birtast hér líka hjá Vatt.

Árið 2022 varð BYD leiðandi í heiminum í rafknúnum bílum, þar á meðal hreinum rafknúnum og tengitvinnbílum, og seldi næstum tvær milljónir bíla árið 2022.

Framkvæmdastjóri BYD, Wang Chuanfu, sagði að nýja Yangwang vörumerkið „muni endurmóta útlínur alþjóðlegs lúxusbílamarkaðar“ áður en það opinberaði sölumarkmið BYD um 4 milljónir bíla árið 2023.

Bæði U8 og U9 nota eigin tækni rafbíla, þar á meðal litíumjón fosfat (LFP) rafhlöður þróaðar af BYD fyrirtækinu sjálfu.

Upplýsingar um getu rafhlöðunnar og áætluð drægni hafa ekki enn verið birtar, þó Chuanfu hafi sagt fjölmiðlum að hvort tveggja muni setja ný viðmið í lúxusbílaflokknum.

Fyrrum hönnunarstjóri Alfa Romeo og Audi hannar nýju bílana

Útlitið á fyrstu Yangwang gerðunum hefur verið í umsjón hönnunarstjóra BYD, Wolfgang Egger, fyrrverandi hönnunarstjóra Alfa Romeo og Audi.

U8 og U9 státa af því sem Egger lýsti sem „hlið tíma og rúms“ hönnunar, sem er frátekið sérstaklega fyrir Yangwang módel.

U8-jeppinn er 5300 mm að lengd og er 483 mm lengri en G-Class í dag. Hann er líka á hjólhafi sem er 410 mm lengra en Mercedes-jeppinn, 3500 mm.

Við frumsýninguna í Kína staðfesti BYD að U8-bíllinn mun koma að staðalbúnaði með 20 tommu felgum með með 275/60 R20 dekkjum.

U8-jeppinn er byggður á nýþróuðum undirvagni með stigagrind og knúinn af fjórum einstökum rafmótorum í drifrásarskipulagi sem endurspeglar það sem væntanlegt er í Mercedes-Benz EQG – sem er rafknúin útgáfa á G-Class.

BYD sagði að hver mótor gefi á milli 295 hö og 321 hö og hámarkstog á milli 318 Nm og 419 Nm.

Heildarframleiðsla afls er fest við meira en 1100 hö, og jeppinn er sagður hafa tímann 0-100 km/klst „minna en 3,0 sekúndur“.

Rafeindastýrt fjórhjóladrifskerfi veitir einstaka skiptingu drifs á hvert hjól, sem gerir U8 kleift að framkvæma skriðdrekabeygjur á svipaðan hátt og Mercedes sýndi með frumgerð af EQG nýlega.

Aðrir eiginleikar sem BYD sýnir er dekkjaþrýstingsstýringarkerfi sem gerir U8 kleift að keyra áfram á allt að 128 km/klst hraða með sprungið dekk.

Rafdrifni sportbíllinn U9

BYD hefur verið minna væntanlegt um upplýsingar um U9, en það hefur staðfest að fjórhjóladrifni sportbíllinn muni einnig fá fjóra einstaka rafmótora í drifrásarskipulagi sem er fullyrt að veiti honum 0-6100 km/klst tíma sem er „minna en 2,0 sek“.

Búist er við frekari upplýsingum um U9 á næstu mánuðum.

(frétt á vef Autocar)

Fyrri grein

Ram EV pallbíllinn frumsýndur á CES í Las Vegas

Næsta grein

Nýr 2023 Volkswagen Tiguan fær úrval af tvinndrifrásum

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
Nýr 2023 Volkswagen Tiguan fær úrval af tvinndrifrásum

Nýr 2023 Volkswagen Tiguan fær úrval af tvinndrifrásum

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.