„Besti stóri rafjeppi ársins 2026“

140
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Hyundai Ioniq 9 var á dögunum kosinn Besti stóri rafknúni jeppinn (SUV) á markaðnum af Alþjóðasamtökum kvenna í bílablaðamennsku (WWCOTY). Ioniq 9 er stór fjórhjóladrifinn jeppi og tiltók dómnefndin, sem skipuð er 84 konum frá 54 löndum, sérstaklega framúrskarandi nýsköpun framleiðandans í tækni bílsins ásamt því sem hann hlaut háa einkunn fyrir afköst og lúxuseiginleika, bæði er varðar aksturseiginleika og munað í farþegarýminu.

IONIQ 9 er nú kominn í úrtakshóp fárra bíla sem keppa um aðalverðlaun WWCOTY, sem tilkynnt verða í mars.

Í starfi dómnefndar WWCOTY eru allir bílar í keppninni skoðaðir gaumgæfilega með tilliti til þátta á borð við öryggi, gæði, hönnun, afköst, akstursþægindi, umhverfisáhrif og verðgildi og skaraði IONIQ 9 fram úr nærri 20 öðrum bílum í keppninni og stóð að lokum upp úr sem fyrirmyndarbíll í sínum flokki.

Að mati Hyundai Motor undirstrikar viðurkenningin áframhaldandi skuldbindingu sína við áframhaldandi áherslu á gæði, nýsköpun og sjálfbærni í framleiðslu á markaði stórra jeppa.

Háþróuð tækni og daglegt notagildi fara saman

Við verðlaunaafhendinguna sagði Marta García, framkvæmdastjóri Women’s Worldwide Car of the Year, að Hyundai IONIQ 9 sýndi glöggt hvernig háþróuð tækni og daglegt notagildi geta farið saman.

„Hröð og skilvirk hleðslugeta, frábært innra rými og mikið heildargæðastig setja ný viðmið í flokki stórra rafmagnsjeppa. Þessi viðurkenning staðfestir einnig að skuldbinding Hyundai til nýsköpunar og framúrskarandi árangurs er stöðug, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem vörumerkið hlýtur viðurkenningu dómnefndar okkar.“

Margverðlaunaður jeppi

Hyundai IONIQ 9 hefur þegar hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun og tækninýjungar. Hann var t.d. valinn besti 7 sæta jeppinn af dómnefnd TopGear Electric Awards 2025.

Hann hlaut hönnunarverðlaunin Red Dot Design Award 2025 fyrir einstakt útlit og nýsköpun ásamt því sem hann valinn Bíl ársins í Þýskalandi; German Car of the Year, þar sem hann skoraði hátt fyrir einstaka aksturseiginleika, mikil þægindi og gæði. Ioniq 9 var frumsýndur hjá Hyundai á Íslandi í október, þar sem reynsluakstursbílar eru til reiðu.

Við hjá Bílablogg erum búin að reynsluaka bílnum

Fréttatilkynning frá Hyundai á Íslandi

Svipaðar greinar