Volvo tekur stórt skref í forystu langdrægra rafbíla með glænýja EX60, rafmagnsjeppanum sem lofar allt að 644 km drægni—lengsta drægni Volvo til þessa. Hannaður til að gera langeferðir auðveldari, stefnir EX60 að því að útrýma drægni-kvíða með tölum sem fara fram úr jafnvel helstu keppinautum hans.
Nýjungar sem bæta tækni
Volvo segir að skilvirkni EX60 komi frá nýju SPA3 rafmagnspallinum, sem samþættir rafhlöðuna inn í uppbyggingu bílsins með „cell-to-body engineering” á sama tíma og þyngd er minnkuð með innanhúss rafmótorum og léttara byggingarefni. Niðurstaðan er stífari og léttari rafbíll sem getur skilað þeirri drægni sem hann sýnir í daglegum akstri.

Ofurhröð hleðsla
Hleðsluhraðinn hækkar einnig verulega, þökk sé 800 volta rafkerfi EX60. Á 400 kW hraðhleðslustöð getur EX60 hlaðið allt að 280 km 10 mínútum, en það er ekki lengri tími en tekur að skella í sig tveimur með öllu og kókglasi.

Volvo mun afhjúpa nýja EX60 þann 21. janúar 2026 á alþjóðlegum streymisviðburði.




