Fyrstu Kia PBV atvinnubílarnir eru lentir á Íslandi og verða frumsýndir laugardaginn 10. janúar milli kl. 12-16 í sýningarsal Kia að Krókhálsi 13 og hjá Öskju Reykjanesbæ að Njarðarbraut 11.
Kia PV5 er fyrsti bíllinn sem er kynntur í nýrri PBV-línu Kia en hann hefur nú þegar sankað að sér fjölda verðlauna á heimsvísu. Hann hefur til að mynda unnið:
- Sendibíll ársins 2026 hjá Van of the Year
- Fjölskyldubíll ársins 2026 hjá Top Gear
- GUINNESS heimsmet í drægni með hámarksfarm
Nýir og alrafmagnaðir atvinnubílar Kia bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Kia PV5 kemur fyrst í tveimur útfærslum í sýningarsal; Cargo og Passenger, en verður einnig hægt að fá sem grindarbíl og með hjólastólaaðgengi.
- Kia PV5 Cargo – Verð frá 5.871.594 kr. með rafbílastyrk og án vsk.
- Kia PV5 Passenger – Verð frá 8.090.777 kr. með rafbílastyrk.
Kia PV5 hefur fengið mikið lof fyrir mjúka aksturseiginleika, framúrskarandi drægni og praktískt rými.
„Við höfum lengi fundið fyrir eftirspurn á alrafmögnuðum sendibílum sem eru bæði praktískir og með nógu góða drægni fyrir dagleg verkefni. PV5 er þróaður í nánu samtali við raunverulega notendur og það sést bersýnilega í hönnun og eiginleikum bílsins. Við hlökkum mikið til að kynna alrafmagnaða Kia atvinnubíla hér á landi” sagði Kristmann F. Dagsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Bílaumboðinu Öskju.
Kia PV5 Passenger
- Allt að 412 km drægni.
- PV5 Passenger er með 399 mm háu hliðarþrepi sem auðveldar öllum að fara inn og út.
- E-GMP.S undirvagninn skapar rúmgott innanrými til að slaka á í löngum ferðum.
- Samanbrjótanleg sæti og flatt gólf þýðir meira rými – án þess að fórna þægindum.
Kia PV5 Cargo
- Allt að 416 km drægni.
- PV5 Cargo býður upp á lægstu hleðsluhæð að aftan í sínum flokki ásamt plássi fyrir tvö vörubretti í Evrópustærð.
- Flatt gólf og breiðar opnanir hámarka nýtanlegt rými.




