Leapmotor er loksins lentur

139
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Bílasýning laugardaginn 10. Janúar 2026

ISBAND bílaumboð og umboðsaðili Leapmotor á Íslandi efnir til bílasýningar, laugardaginn 10. janúar, á  Leapmotor rafbílum.  Til sýnis verður í fyrsta skipti hér á landi öll vörulínan frá Leapmotor,  T03, B10 og C10.  Hægt verður að sjá alla liti sem í boði eru, sem og mismunandi innréttingar, en allar gerðir eiga það sameignlegt að vera mjög vel útbúnar, með frábæra aksturseiginleika, einstakt innra rými og á ótrúlega góðu verði.

Stellantis hluti af Leapmotor

Leapmotor  er í samvinnu við bílarisann Stellantis í Evrópu og fellur því LEAPMOTOR inn í þjónustunet Stellantis.  Undir merki Stellantis eru seld fjölmörg  þekkt merki líkt og Jeep, RAM, Fiat, Dodge, Chrysler,Maserati, Alfa Romeo, Peugeot, Citroen, Opel, DS, Abarth, Vauxhall og Lancia.  ISBAND sinnir allri sölu og þjónustu fyrir LEAPMOTOR á Íslandi og í góðu sambandi við þjónustuaðila á landsbyggðinni.

T03 – Ódýrasti rafbíllinn á markaðnum

T03 er lipur fjögurra manna borgarbíll á á frábæru verði sem ekki hefur sést áður, eða 2.990.000 kr. með rafbílastyrk.   Bíllinn er með ríkulegan staðal búnaði og þrátt fyrir lágt verð, er enginn afsláttur gefinn af staðalbúnaði í bílunum, s.s. panorama glerþak, rafdrifin gardína, loftkæling, fjarlægðastilltur hraðastillir, LEAP app, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar að aftan, árekstarvara að framan ofl.  Smár að utan en stór að innan, það stendur T03 svo sannarlega undir.

B-10 rúmgóður – öruggur – frábært verð

B10 er ekki aðeins einn ódýrasti rafbíll landsins í sínum stærðarflokki, heldur líka einn sá rúmbesti, verðið er 3.990.000 kr. með rafbílastyrk.  B10 hlaut á dögunum 5 stjörnu einkunn í árekstrarprófi Euro NCAP.  Hann er mjög vel útbúinn og fáanlegur í tveimur útfærslum.  Life er með 56.2 kWh rafhlöðu og drægni upp á 361 km samkvæmt WLTP.  Design útfærslan er með 67.6 kWh rafhlöðu og drægni upp á 434 km samkvæmt WLTP staðli.  Í Life útgáfu má nefna sem staðalbúnað panorama glerþak með rafdrifinni gardínu, sjálfvikra loftkælingu, 360° myndavél og ADAS aðstoðarökumannskerfi með fjölmörgum hagnýtum akstursstillingum.

C10 – rúmgóður – hlaðinn aukabúnaði  – aflmikill – fáanlegur fjórhjóladrifinn

C10 er boðinn í nokkrum útfærslum  og með mismunandi rafmótorum, í Life eða Design útfærslum. Drægnin er frá 424 km upp í 510 km, samkvæmt WLTP. Verðið er frábært eða frá 4.990.000 kr. með rafbílastyrk.   C10 er einn  rúmbesti bíllinn í sinum stærðarflokki og líkt og B10 bíllinn, er C10 einnig með fimm stjörnu einkunn úr árekstrarprófi EURO NCAP.  C10 Design AWD jeppinn er flaggskipið, fullvaxinn, fullbúinn, fjórhjóladrifinn, hlaðinn aukabúnaði með 598 hestöfl, 437 km drægni  á  5.990.000 kr. með rafbílastyrk. 598 hestöfl þeyta bílnum úr 0-100 km/klst. á 4 sekúndum.  Að lokum er það C10 Design REEV (Range Extended Vehicle) sem keyrir á rafmagni og er með bensínvél, sem hleður rafhlöðuna og er með samanlagða drægni upp á 970 km.

Opnunartími

Sýningin er í sýningarsal ISBAND, Þverholti 6 í Mosfellsbæ og er opinn frá kl. 12-16

Svipaðar greinar