Mercedes-Benz Trucks hefur fjöldaframleitt rafknúna vörubílinn eActros 600, öflugan valkost við dísilflutningabíla frá lokum árs 2024. Nú hefur þýski bílaframleiðandinn kynnt til sögunnar eActros 400, sem byggir á sömu tækni og er í eActros 600.
Með þessu eykur Mercedes-Benz Trucks markvisst úrval sitt af rafvörubílum til að mæta kröfum fyrirtækja sem vilja byggja upp sjálfbæra flutninga, hvort sem er í dreifingu á styttri leiðum, eða til flutninga milli landshluta. Hinn nýi eActros 400 er í boði sem dráttarbíll eða grindarbíll, eins og eActros 600, til að uppfylla kröfur um mismunandi notkun, drægni og burðargetu. Drængi eActros 400 er allt að 400 km samkvæmt WLTP staðli.

Hagkvæmari leið til að rafvæða flutninga
eActros 400 er búinn tveimur LFP rafhlöðupökkum, hvor um sig með 207 kWh af orku, sem saman gefa 414 kWh heildarrýmd en þaðan kemur heitið 400. Mismunandi útgáfur hafa mismunandi drægni sem ræðst bæði af stærð ökutækisins og notkun.
Við jafnan og stöðugan akstur á lengri leiðum næst yfirleitt meiri drægni en í svæðisbundnum flutningum. Til dæmis getur eActros 400 6×2 með flutningskassa, sem er sérstaklega hannaður fyrir hefðbundna notkun í dreifingarakstri, ekið allt að 480 kílómetra á einni hleðslu, miðað við hálfan farm og 20°C umhverfishita.
Eins og áður hefur eActros 600 þrjá rafhlöðupakka með samanlagt 621 kWh uppsetta rafhlöðugetu en þaðan kemur heitið 600. Þetta gerir mögulegt að aka allt að 500 kílómetra án hleðslu og jafnvel lengra, eftir gerð ökutækis, aksturslagi, leið og öðrum þáttum sem hafa áhrif á drægnina. Í hagkvæmustu samsetningunni getur eActros 600 náð allt að 560 kílómetra drægni með þremur rafhlöðupökkum í hefðbundnum langflutningum með 40 tonna heildarþyngd.
Ef eActros dráttarbíllinn er útbúinn með klassíska L-ökumannshúsinu og aðeins tveimur rafhlöðupökkum, nær hann allt að 330 kílómetra drægni við svipaðar aðstæður og í samskonar notkun. Auk þess geta viðskiptavinir valið á milli tveggja ökumannshúsa annars vegar hins trausta L-húss með lægri inngöngu og hins vegar ProCabin húsinu sem er sérstaklega hannað til að lágmarka loftmótsstöðu, og býður upp á hámarks þægindi fyrir ökumann.

Halda áfram að byggja á lykiltækni úr eActros 600
Nýju útgáfur annarrar kynslóðar eActros halda áfram að byggja á lykiltækni úr eActros 600. Þar má nefna rafdrifna afturöxulinn sem þróaður er innan fyrirtækisins, litíum-járnfosfat (LFP) rafhlöðutækni, sem er þekkt fyrir langan endingartíma og yfir 95 prósent nýtingu á rýmd rafhlöðu, 800 volta rafkerfið og nýja Multimedia Cockpit Interactive 2 mælaborðið. Auk þess er eActros útbúinn fjölbreyttum öryggis- og aðstoðarkerfum sem hönnuð eru til að auka öryggi og þægindi í akstri.
Að sögn Eiríks Þórs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Landfara, umboðsaðila Mercedes-Benz Trucks á Íslandi, er reynslan af fyrstu eActros bílunum hér á landi mjög góð. ,,Drægni hefur staðist allar væntingar og rekstraraðilar eru hæstánægðir með útkomuna. Tilkoma eActros 400 mun auka til muna breidd í vöruframboðinu og höfða til fleiri viðskiptavina, ekki síst í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og víðar,” segir Eiríkur.
(fréttatilkynning frá Landfara)




