Hyundai býður til frumsýningar á nýjum IONIQ 9 laugardaginn 18. október frá kl. 12–16 í sýningarsal sínum í Kauptúni. Þar gefst gestum tækifæri til að kynna sér nýjasta og stærsta rafbíl Hyundai til þessa – glæsilegan fjölskyldujeppa sem sameinar mikla drægni, rými og tækninýjungar.

Margverðlaunaður lúxusbíll
Hyundai IONIQ 9 hefur þegar hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun og tækninýjungar.
Hann var valinn Best Seven-Seat EV hjá TopGear.com Electric Awards 2025, hlaut Red Dot Design Award 2025 fyrir einstaka útlitshönnun og nýsköpun, og var jafnframt valinn German Car of the Year, þar sem hann fékk háar einkunnir fyrir aksturseiginleika, þægindi og gæði.

Rúmgóður og fjölhæfur
Bíllinn er með þrjár raðir sæta og rúmar allt að sjö farþega. Farangursrýmið er afar rúmgott og sveigjanlegt, sem gerir IONIQ 9 að fullkomnum ferðafélaga fyrir fjölskyldur.
Hann er að auki fjórhjóladrifinn (AWD), sem tryggir stöðugleika og frábæra aksturseiginleika við íslenskar aðstæður.

Mikil drægni og hraðhleðsla
IONIQ 9 er útbúinn um 110 kWh rafhlöðu og býður upp á allt að 605 km drægni samkvæmt WLTP-staðli. Þetta gerir hann að einum drægnimesta rafjeppa á markaðnum í dag. Hann nýtir 800 volta hleðslukerfi, sem gerir honum kleift að hlaðast úr 10% í 80% á um 24 mínútum. Bíllinn styður bæði CCS og Type 2 hleðslustöðvar um allt land, sem tryggir þægindi á ferðalögum.

Tæknibúnaður
IONIQ 9 er búinn nýjustu öryggis- og akstursaðstoðarkerfum Hyundai, þar á meðal 360° myndavél, háþróuðu akstursaðstoðarkerfi fyrir hraðbrautir, sjálfvirku hemlakerfi og sjálfvirka bílastæðaaðstoð. Einnig býður hann upp á mikil nútímaþægindi eins og hljóðeinangrun, hita í stýri, þráðlausa lyklaopnun og lykil í síma, raddstýringu og fleira.

Bíllinn styður einnig þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur (OTA), sem tryggja að hann haldist alltaf í fremstu röð hvað varðar nýjungar og öryggi.
Fjölskylduvænn lúxus
IONIQ 9 er stór, öruggur og hljóðlátur – hannaður með þægindi, lúxus og langferðir í huga. Hann hefur fengið hæstu einkunn í Euro NCAP öryggisprófunum og verið hrósað fyrir framúrskarandi hljóðeinangrun og akstursþægindi.

Á frumsýningardeginum verður boðið upp á ljúffengt kaffi og léttar veitingar, og gestir geta að sjálfsögðu reynsluekið IONIQ 9.




