Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

142
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Laugardaginn 11. október kl. 12-16 í sýningarsal Kia að Krókhálsi 13 og hjá umboðsaðilum Kia um land allt.

Reykjavík, október 2025 – Það gleður okkur að tilkynna að frumsýning á nýjum og alrafmögnuðum Kia EV4 fer fram laugardaginn 11. október kl. 12-16 í sýningarsal Kia að Krókhálsi 13 og hjá umboðsaðilum Kia um land allt.

Nýr EV4 bætist því við fjölbreytt úrval rafbíla Kia hér á landi en Kia er með næst flest selda rafbíla það sem af er ári og er EV3 þriðji mest seldi rafbíllinn hér á landi.

Skrefinu á undan

Nýr Kia EV4 sameinar nýjustu tækni, nútímalega hönnun og praktíska eiginleika í einstaklega liprum bíl sem býður upp á dýnamíska akstursupplifun.

Nýstárleg og áberandi hönnun EV4 dregur úr loftmótstöðu og eykur þannig afköst. Loftmótstöðustuðull (Cd) er einungis 0,23 sem er það lægsta á Kia fólksbíl.

Drægni Kia EV4 er allt að 633 km.

Hvorki hefðbundinn né fyrirsjáanlegur

Kia EV4 kemur í tveimur útfærslum:

  • 5 dyra gerð (EV4) – Verð frá 6.090.777 kr. með rafbílastyrk
  • 4 dyra Fastback gerð (EV4 Fastback) – Verð frá 7.090.777 kr. með rafbílastyrk

5 dyra gerð kemur í Air, Earth og GT-Line útfærslum

4 fyra Fastback gerð kemur í Earth og GT-Line útfærslum

Notendavæn og rafmögnuð upplifun

Báðar útfærslur eru í boði með 81,4 kWh rafhlöðu og bjóða upp á ofurhraða hleðslu frá 10-80% á 31 mínútu.

  • 4 dyra EV4 Fastback er með allt að 612 km drægni í þeim útfærslum sem eru í boði í vefsýningarsal Öskju.
  • Drægni EV4 Fastback er þó allt að 633 km.
  • 5 dyra EV4 er með allt að 625 km drægni.

Rúmgott innanrými og þægindi eru í forgrunni. Hámarksrými fyrir bæði fram- og aftursæti tryggir notendavæna upplifun fyrir alla innanborðs. Innanrýmið er einstaklega fallegt og nútímalegt með 30″ Ultra-wide Panoramic skjá. Með einum hnappi er hægt að virkja slökunarsæti og stemmningslýsingu.

Rúmmál farangursrýmis er 435 lítrar (5 dyra) og 490 lítrar (4 dyra – Fastback).

„Kia EV4 er einstaklega lipur í akstri og langdrægur. Hann er því frábær viðbót við nú þegar fjölbreytt og rafmagnað úrval Kia sem hentar breiðum hópi fólks á Íslandi. Það er líka gaman að segja frá því að úrvalið eykst enn meira á næstu mánuðum þar sem nýir EV5, EV2 og alrafmagnaðir Kia PBV atvinnubílar eru væntanlegir“ sagði Kristmann F. Dagsson, sölustjóri Kia á Íslandi.

Frumsýning Kia EV4 hjá umboðsaðilum Kia um land allt:

  • Sýningarsal Kia á Íslandi að Krókhálsi 13 – Reykjavík
  • Askja Reykjanesbæ – Reykjanesbæ
  • Höldur bílasala – Akureyri
  • BVA – Egilsstöðum
  • Bílasala Selfoss – Selfoss

Svipaðar greinar